Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 25-17 | Níundi sigur Fram í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. mars 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. Haukar urðu deildarmeistarar í vikunni, þegar FH mistókst að vinna HK, og virtist leikmenn liðsins vera saddir. Sóknarleikurinn var hægur og vörnin oft verið betri. Fram hafði, ólíkt Haukum, að nokkru að keppa því liðið leikur úrslitaleik við FH í næstu umferð um annað sæti deildarinnar. Haukar skoruðu fyrsta markið en Fram náði strax frumkvæðinu og komst í 3-1 og 5-2. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik 9-4 og 12-7 en slök nýting liðsins úr dauðafærum á loka mínútum fyrri hálfleiks gerði það að verkum að aðeins munaði þremur mörkum í hálfleik 12-9. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og munaði tveimur til þremur mörkum allt þar til í stöðunni 19-16 og fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þó munurinn væri ekki meiri virtust Haukar aldrei líklegir til að jafna leikinn. Haukar skoruðu eitt mark síðustu fimmtán mínútur leiksins og hefði Fram í raun getað unnið enn stærri sigur. Fram hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og virðist til alls líklegt en Haukar þurfa að leika mikið betur þegar í úrslitakeppnina er komið ef liðið ætlar sér einhverja hluti. Einar: Vorum sannfærandi„Frábær sigur og frábær frammistaða. Það er stórkostlegt að vinna Haukana hérna í dag. við spiluðum mjög vel í 60 mínútur," sagði verulega sáttur Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. „Við náðum að rótera mannskapnum og eiginlega allt sem við lögðum upp með gekk upp. Það er ekki hægt annað en að vera mjög sáttur. „Við vorum sannfærandi og töluðum um það í hálfleik að það væri ekki mikið sem við þyrftum að laga. Það var helst að við klúðruðum svolítið af dauðafærum. Að öðru leyti spiluðum við mjög vel og vorum ótrúlegt en satt ekkert allt of hressir með að vera bara þremur mörkum yfir. Mér fannst við spila töluvert betur en tölurnar gáfu til kynna. „Við klárum leikinn mjög sannfærandi og ég er mjög ánægður með það," sagði Einar sem hefur stýrt Fram í níu sigurleikjum í röð. „Það er frábær stígandi í þessu hjá okkur og frábært að fá toppleik á móti FH í næstu umferð. Þetta er í okkar höndum ef við viljum þetta annað sæti en við hljótum að horfa líka til þess að reyna að byggja ofan á þessu frammistöðu í dag, a.m.k. gera jafn vel," sagði Einar. Aron: Vil sjá faglegt stolt„Þetta var mjög lélegur leikur af okkar hálfu. Við komum ekki nógu vel inn í þennan leik og forvinnan í vörninni var lítil. Við vorum að flýta okkur í sókninni og þvinga fram færin. Við tókum of mikla áhættu í hraðaupphlaupum og vorum hvað eftir annað að missa boltann klaufalega,“ sagði ósáttur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við gerum 7 tæknifeila í fyrri hálfleik og klúðrum ótrúlega mörgum góðum færum á vel spilandi markvörð Fram. Þetta verður eltingaleikur allan leikinn þó þetta sé alltaf leikur. Við erum tveim mörkum undir lengi vel og það vantaði herslumuninn upp á á þeim tíma í byrjun seinni hálfleiks. „Síðustu tíu mínúturnar dettur botninn alveg úr þessu og það er ekki boðlegt. Við missum þetta niður í fimm og þá ætla menn að taka ennþá meiri áhættu og þá missa menn algjörlega hausinn síðustu mínúturnar,“ sagði Aron sem sagði að sú staðreyna að Haukar séu orðnir deildarmeistarar hafi haft mikið að segja með hvernig liðið lék í dag. „Það er augljóst. Maður finnur það á spennustiginu fyrir leikinn. Það er sérstök tilfinning að vera búinn að vinna deildina og það eru einhverjir leikir eftir. Það hefur gerst áður hjá okkur. Hitt liðið hefur að einhverju að spila en ég vil að sjá þetta faglega stolt að menn hafi gaman að því að koma og spila handbolta. „Við mætum tilbúnir í úrslitakeppnina. Það er nægur tími frá síðasta leik í deild fram að úrslitakeppninni og þá byrjar glæný keppni. Við vinnum þessa deild þegar þrjár umferðir eru eftir og það segir til um eitthvað. Við sýndum mestan stöðugleika fram eftir vetri og erum búnir að vinna okkur inn að mega að tapa einhverjum leikjum. „Svoleiðis vil ég ekki fara inn í úrslitakeppnina. Ég vil að menn njóti þess að spila og leggi sig alla fram og vinni þessa leiki áður en við förum í úrslitakeppnina,“ sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sjá meira
Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. Haukar urðu deildarmeistarar í vikunni, þegar FH mistókst að vinna HK, og virtist leikmenn liðsins vera saddir. Sóknarleikurinn var hægur og vörnin oft verið betri. Fram hafði, ólíkt Haukum, að nokkru að keppa því liðið leikur úrslitaleik við FH í næstu umferð um annað sæti deildarinnar. Haukar skoruðu fyrsta markið en Fram náði strax frumkvæðinu og komst í 3-1 og 5-2. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik 9-4 og 12-7 en slök nýting liðsins úr dauðafærum á loka mínútum fyrri hálfleiks gerði það að verkum að aðeins munaði þremur mörkum í hálfleik 12-9. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og munaði tveimur til þremur mörkum allt þar til í stöðunni 19-16 og fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þó munurinn væri ekki meiri virtust Haukar aldrei líklegir til að jafna leikinn. Haukar skoruðu eitt mark síðustu fimmtán mínútur leiksins og hefði Fram í raun getað unnið enn stærri sigur. Fram hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og virðist til alls líklegt en Haukar þurfa að leika mikið betur þegar í úrslitakeppnina er komið ef liðið ætlar sér einhverja hluti. Einar: Vorum sannfærandi„Frábær sigur og frábær frammistaða. Það er stórkostlegt að vinna Haukana hérna í dag. við spiluðum mjög vel í 60 mínútur," sagði verulega sáttur Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. „Við náðum að rótera mannskapnum og eiginlega allt sem við lögðum upp með gekk upp. Það er ekki hægt annað en að vera mjög sáttur. „Við vorum sannfærandi og töluðum um það í hálfleik að það væri ekki mikið sem við þyrftum að laga. Það var helst að við klúðruðum svolítið af dauðafærum. Að öðru leyti spiluðum við mjög vel og vorum ótrúlegt en satt ekkert allt of hressir með að vera bara þremur mörkum yfir. Mér fannst við spila töluvert betur en tölurnar gáfu til kynna. „Við klárum leikinn mjög sannfærandi og ég er mjög ánægður með það," sagði Einar sem hefur stýrt Fram í níu sigurleikjum í röð. „Það er frábær stígandi í þessu hjá okkur og frábært að fá toppleik á móti FH í næstu umferð. Þetta er í okkar höndum ef við viljum þetta annað sæti en við hljótum að horfa líka til þess að reyna að byggja ofan á þessu frammistöðu í dag, a.m.k. gera jafn vel," sagði Einar. Aron: Vil sjá faglegt stolt„Þetta var mjög lélegur leikur af okkar hálfu. Við komum ekki nógu vel inn í þennan leik og forvinnan í vörninni var lítil. Við vorum að flýta okkur í sókninni og þvinga fram færin. Við tókum of mikla áhættu í hraðaupphlaupum og vorum hvað eftir annað að missa boltann klaufalega,“ sagði ósáttur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við gerum 7 tæknifeila í fyrri hálfleik og klúðrum ótrúlega mörgum góðum færum á vel spilandi markvörð Fram. Þetta verður eltingaleikur allan leikinn þó þetta sé alltaf leikur. Við erum tveim mörkum undir lengi vel og það vantaði herslumuninn upp á á þeim tíma í byrjun seinni hálfleiks. „Síðustu tíu mínúturnar dettur botninn alveg úr þessu og það er ekki boðlegt. Við missum þetta niður í fimm og þá ætla menn að taka ennþá meiri áhættu og þá missa menn algjörlega hausinn síðustu mínúturnar,“ sagði Aron sem sagði að sú staðreyna að Haukar séu orðnir deildarmeistarar hafi haft mikið að segja með hvernig liðið lék í dag. „Það er augljóst. Maður finnur það á spennustiginu fyrir leikinn. Það er sérstök tilfinning að vera búinn að vinna deildina og það eru einhverjir leikir eftir. Það hefur gerst áður hjá okkur. Hitt liðið hefur að einhverju að spila en ég vil að sjá þetta faglega stolt að menn hafi gaman að því að koma og spila handbolta. „Við mætum tilbúnir í úrslitakeppnina. Það er nægur tími frá síðasta leik í deild fram að úrslitakeppninni og þá byrjar glæný keppni. Við vinnum þessa deild þegar þrjár umferðir eru eftir og það segir til um eitthvað. Við sýndum mestan stöðugleika fram eftir vetri og erum búnir að vinna okkur inn að mega að tapa einhverjum leikjum. „Svoleiðis vil ég ekki fara inn í úrslitakeppnina. Ég vil að menn njóti þess að spila og leggi sig alla fram og vinni þessa leiki áður en við förum í úrslitakeppnina,“ sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sjá meira