Konurnar halda forsetanum á tánum í klæðaburði Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 29. mars 2013 18:53 Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp