Suzuki hættir í Kanada líka Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2013 11:45 Suzuki Kizashi er einn þeirra bíla sem hverfur af markaði í Bandaríkjunum og Kanada Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Fyrir fimm mánuðum síðan tilkynnti Suzuki að fyrirtækið myndi hætta sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, enda tapaði Suzuki á sölu hvers bíls þar. Líklega hefur það sama verið uppá teningnum hvað Kanada varðar því nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka söluuboðum Suzuki þar í landi einnig. Það þýðir að 55 söluumboðum þess þar í landi mun loka brátt, sem í sjálfu sér kemur ekkert sérstaklega á óvart en er engu að síður í þversögn við það sem haft var eftir Suzukimönnum í Kanada þegar tilkynnt var um að draga sig frá Bandaríkjunum. Þá sögðu þeir að Kanadamenn veldu frekar smáa og eyðslugranna bíla sem fá mætti með hjólhjóladrifi en Bandaríkjamenn. Nú fimm mánuðum síðar hefur Suzuki í Kanada upplifað 30% sölusamdrátt og það hlýtur að hafa fyllt mælinn. Umboð Suzuki fyrir mótorhjól og utanborðsmótora munu halda áfram starfsemi sinni í Kanada. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Fyrir fimm mánuðum síðan tilkynnti Suzuki að fyrirtækið myndi hætta sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, enda tapaði Suzuki á sölu hvers bíls þar. Líklega hefur það sama verið uppá teningnum hvað Kanada varðar því nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka söluuboðum Suzuki þar í landi einnig. Það þýðir að 55 söluumboðum þess þar í landi mun loka brátt, sem í sjálfu sér kemur ekkert sérstaklega á óvart en er engu að síður í þversögn við það sem haft var eftir Suzukimönnum í Kanada þegar tilkynnt var um að draga sig frá Bandaríkjunum. Þá sögðu þeir að Kanadamenn veldu frekar smáa og eyðslugranna bíla sem fá mætti með hjólhjóladrifi en Bandaríkjamenn. Nú fimm mánuðum síðar hefur Suzuki í Kanada upplifað 30% sölusamdrátt og það hlýtur að hafa fyllt mælinn. Umboð Suzuki fyrir mótorhjól og utanborðsmótora munu halda áfram starfsemi sinni í Kanada.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent