Tilkynning frá Öskju vegna innköllunar Kia bíla 4. apríl 2013 10:46 Kia Sorento árgerðir 2007 til 2011 falla undir innköllun Kia Á Íslandi eru 537 Kia bílar sem falla undir innköllunina. Greint var frá í morgun hér á visir.is að Hyundai og Kia muni innkalla 1,6 milljón bíla sinna. Því vill Askja koma eftirfarandi á framfæri: Kia Motors hefur tilkynnt um innköllun á ákveðnum gerðum Kia bifreiða, vegna mögulegrar bilunar í rofa tengdum hemlaljósum. Um er að ræða bifreiðar sem framleiddar voru á ákveðnu framleiðslutímabili, og er mestmegnis um að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2004 – 2010. Alls verða innkallaðar um 126.000 bifreiðar í Evrópu, og af þeim eru 537 skráðar á Íslandi. Varahlutir vegna innköllunarinnar munu byrja að berast í maí og júní, og í framhaldi mun Bílaumboðið Askja kalla inn þær Kia bifreiðar sem um ræðir, þar sem skipt verður um umræddan rofa, án kostnaðar fyrir eigendur bifreiðanna. Um er að ræða sjálfviljuga innköllun Kia Motors og verða upplýsingar sendar Neytendastofu þegar þær liggja endanlega fyrir. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent
Á Íslandi eru 537 Kia bílar sem falla undir innköllunina. Greint var frá í morgun hér á visir.is að Hyundai og Kia muni innkalla 1,6 milljón bíla sinna. Því vill Askja koma eftirfarandi á framfæri: Kia Motors hefur tilkynnt um innköllun á ákveðnum gerðum Kia bifreiða, vegna mögulegrar bilunar í rofa tengdum hemlaljósum. Um er að ræða bifreiðar sem framleiddar voru á ákveðnu framleiðslutímabili, og er mestmegnis um að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2004 – 2010. Alls verða innkallaðar um 126.000 bifreiðar í Evrópu, og af þeim eru 537 skráðar á Íslandi. Varahlutir vegna innköllunarinnar munu byrja að berast í maí og júní, og í framhaldi mun Bílaumboðið Askja kalla inn þær Kia bifreiðar sem um ræðir, þar sem skipt verður um umræddan rofa, án kostnaðar fyrir eigendur bifreiðanna. Um er að ræða sjálfviljuga innköllun Kia Motors og verða upplýsingar sendar Neytendastofu þegar þær liggja endanlega fyrir.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent