Suzuki hefur selt 50 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 11:30 Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Suzuki hefur mjög háa markaðshlutdeild í Indlandi. Þau tímamót urða hjá Suzuki í síðastliðnum mánuði að fyrirtækið seldi 50 milljónasta bílinn frá upphafi. Meirihluti þeirra hefur selst utan heimalandsins Japan, eða 28 milljón bílar en 22 milljónir heimafyrir. Þannig hafa 44% þeirra selst í Japan, 23% í Indlandi, 11% í Evrópu, 6% í Kína, 3% í Bandaríkjunum og Kanada og restin annarsstaðar. Suzuki bílaframleiðandinn er þekktastur fyrir smáa bíla og er það enn. Af núverandi framleiðslu má nefna smáu bílana Alto, Splash og Swift og litla jeppann Jimny. Suzuki SX4 er víða minnsti fjórhjóladrifni jepplingur sem fæst. Framleiðsla Suzuki nú fer fram á 12 stöðum í 11 löndum og eru bílar Suzuki seldir í 179 löndum. Markaðshlutdeild Suzuki er mjög eftirtektarverð, en þar er Suzuki meðal stærstu bílaframleiðenda. Suzuki náði 10 milljón bíla markinu árið 1989, 20 milljón 1998, 30 milljón árið 2004, 40 milljón 2009 og 50 milljón nú í mars.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent