Yfirfall í Jöklu í september Kristján Hjálmarsson skrifar 15. apríl 2013 16:21 Strengir hafa framlengt leigusamning sinn við Veiðifélag Jökulsár á Dal til tíu ára. Mynd/Strengir.is Yfirfall í Hálslóni verður líklega ekki fyrr en í september í ár. Því ætti að vera hægt að veiða lengur í Jökulsá á Dal en í fyrra þegar yfirfallið varð 8. ágúst. Þetta kom fram í erindi stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar á aðalfundi Veiðifélags Jökulsár á Dal fyrir skömmu og sagt er frá á vef Strengja. Veiðin í hliðarám Jöklu séu óháðar yfirfallinu og því alltaf veiðanlegar. Töluverður áhugi virðist vera á Jöklu fyrir næsta sumar því þegar er uppselt á veiðisvæðið Jökla I í júlí. "Jökla II sem er spennandi nýtt veiðisvæði á efri hluta Jöklu og eru líklega bestu kaupin á „eyrinni“ í veiðileyfum nú þegar laxinn getur gengið óhindrað þarna uppeftir," segir meðal annars á vef Strengja.is. Á aðalfundinum var einnig staðfestur leigusamningur Veiðifélags Jökulsár á Dal við Veiðiþjónustuna Strengi til tíu ára og verður vel heppnuðu ræktunarátaki haldið. "Væntanlega mun veiði einnig aukast verulega á komandi árum er smáseiðasleppingar og nátturuleghryggning í Jöklu fer að skila sér einnig inn í laxveiðina af meiri krafti," segir á vef Strengja.is. Stangveiði Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Meðalfellsvatn fór vel af stað um helgina Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði
Yfirfall í Hálslóni verður líklega ekki fyrr en í september í ár. Því ætti að vera hægt að veiða lengur í Jökulsá á Dal en í fyrra þegar yfirfallið varð 8. ágúst. Þetta kom fram í erindi stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar á aðalfundi Veiðifélags Jökulsár á Dal fyrir skömmu og sagt er frá á vef Strengja. Veiðin í hliðarám Jöklu séu óháðar yfirfallinu og því alltaf veiðanlegar. Töluverður áhugi virðist vera á Jöklu fyrir næsta sumar því þegar er uppselt á veiðisvæðið Jökla I í júlí. "Jökla II sem er spennandi nýtt veiðisvæði á efri hluta Jöklu og eru líklega bestu kaupin á „eyrinni“ í veiðileyfum nú þegar laxinn getur gengið óhindrað þarna uppeftir," segir meðal annars á vef Strengja.is. Á aðalfundinum var einnig staðfestur leigusamningur Veiðifélags Jökulsár á Dal við Veiðiþjónustuna Strengi til tíu ára og verður vel heppnuðu ræktunarátaki haldið. "Væntanlega mun veiði einnig aukast verulega á komandi árum er smáseiðasleppingar og nátturuleghryggning í Jöklu fer að skila sér einnig inn í laxveiðina af meiri krafti," segir á vef Strengja.is.
Stangveiði Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Meðalfellsvatn fór vel af stað um helgina Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði