Tesla söluhæsti rafmagnsbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 08:45 Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Seldist í 4.750 eintökum á fyrsta ársfjórðungi. Líklega eru Chevrolet Volt og Nissan Leaf þeir bílar sem koma upp í huga flestra þegar nefndir eru rafmagnsbílar, hvað þá ef nefna á þá söluhæstu. Samt sem áður er við því búist þegar endanlegar tölur skýrast að Tesla Model S hafi verið söluhæsti rafmagnsbíll heims á fyrsta ársfjórðungi. Talið er að 4.750 Tesla Model S bílar hafi selst. Chevrolet Volt seldist á sama tíma í 4.421 eintaki og Nissan Leaf 3.695. Bæði Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa verið lengur á markaði en Tesla Model S og því þykja þessar tölur enn fréttnæmari. Þeir eru einnig báðir frá mjög stórum framleiðendum, en Tesla er algert smáfyrirtæki í samanburði. Tesla Model S er að auki dýr bíll og verðmiði hans talsvert hærri en hinna tveggja til samans.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent