Myndir frá fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Trausti Hafliðason skrifar 25. apríl 2013 18:35 Í skjóli vestan við brúna, sem aðskilur Elliðavatn og Helluvatn, voru nokkrir útlendingar við veiðar. Þeir sögðust hafa séð þónokkuð af fiski en ekki fengið neitt. Mynd / Trausti Hafliðason Þrátt fyrir kulda og smá snjókomu þennan fyrsta sumardag tókst veiðimönnum að særa upp nokkra silunga í Elliðavatni, sem opnaði í dag. Veiðivísir kíkti upp í Elliðavatn laust eftir hádegi og voru þá um 20 vel klæddir veiðimenn með stangirnar úti. Hitinn var um 2 gráður og um tíma snjóaði lítillega en samt tókst veiðimönnum að setja í nokkra silunga. Líkt og í flestum vötnum er aflinn ekki skráður í Elliðavatni en Veiðivísir veit af veiðimönnum sem veiddu urriða á Þingnesi, Engjunum og í álnum fyrir framan Elliðavatnsbæinn.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði
Þrátt fyrir kulda og smá snjókomu þennan fyrsta sumardag tókst veiðimönnum að særa upp nokkra silunga í Elliðavatni, sem opnaði í dag. Veiðivísir kíkti upp í Elliðavatn laust eftir hádegi og voru þá um 20 vel klæddir veiðimenn með stangirnar úti. Hitinn var um 2 gráður og um tíma snjóaði lítillega en samt tókst veiðimönnum að setja í nokkra silunga. Líkt og í flestum vötnum er aflinn ekki skráður í Elliðavatni en Veiðivísir veit af veiðimönnum sem veiddu urriða á Þingnesi, Engjunum og í álnum fyrir framan Elliðavatnsbæinn.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði