Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Trausti Hafliðason skrifar 24. apríl 2013 17:29 Búið var að veiða nokkra eldislaxa í Kåfirði við Alta í gær eins og hér sést. Skjáskot af myndbandi vef NRK Talið er að 10 til 15 þúsund eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Noregi í gær. Alta-áin í Finnmörku, sem er ein mesta stórlaxaá veraldar, rennur til sjávar örfáum kílómetrum frá þeim stað sem laxarnir sluppu út. Norska ríkisúvarpið (NRK) greinir frá þessu. Í gær var hvorki vitað hvað olli því að laxarnir sluppu né frá hvaða fiskeldisfyrirtæki þeir eru en fulltrúar frá Veiðimálastofnun Finnmörku fylgjast vel með gangi mála. Þess ber að geta að 15 þúsund eldislaxar eru um fjórum til fimm sinnum meira en veiðist í Alta-ánni árlega.Óttast að eldislaxinn fylgi þeim villta upp ána Hans Kristian Kjeldsberg, hjá Veiðifélagi Alta-árinnar, segir í samtali við NRK að þetta sé grafalvarlegt mál ekki síst þar sem þetta sé að gerast rétt áður en villtir laxar gangi upp í ána. Algengt er að villti laxinn gangi upp ána upp úr miðjum maí. Hans Kristian óttast að eldislaxarnir fylgi þeim villtu upp ána og blandist þeim síðar meir. Þar með sé hinn heimsfrægi stórlaxastofn Alta-árinnar í hættu. Fylkisstjóri Finnmörku hefur gefið út veiðileyfi á eldislaxinn og er veiðimönnum bæði heimilt að veiða í net og á stöng. Í gær voru veiðimenn þegar búnir að ná nokkrum löxum. Árlega veiðast risalaxar í Alta-ánni. Árið 2011 veiddust tæplega 1.100 laxar sem vógu meira en 15 pund og alltaf veiðast einhverjir sem mælast við 50 punda markið. Stærsti laxinn sem veiðst hefur í Alta-ánni vó 73 pund. Lesa má frétt NRK og skoða myndband hér.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði
Talið er að 10 til 15 þúsund eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Noregi í gær. Alta-áin í Finnmörku, sem er ein mesta stórlaxaá veraldar, rennur til sjávar örfáum kílómetrum frá þeim stað sem laxarnir sluppu út. Norska ríkisúvarpið (NRK) greinir frá þessu. Í gær var hvorki vitað hvað olli því að laxarnir sluppu né frá hvaða fiskeldisfyrirtæki þeir eru en fulltrúar frá Veiðimálastofnun Finnmörku fylgjast vel með gangi mála. Þess ber að geta að 15 þúsund eldislaxar eru um fjórum til fimm sinnum meira en veiðist í Alta-ánni árlega.Óttast að eldislaxinn fylgi þeim villta upp ána Hans Kristian Kjeldsberg, hjá Veiðifélagi Alta-árinnar, segir í samtali við NRK að þetta sé grafalvarlegt mál ekki síst þar sem þetta sé að gerast rétt áður en villtir laxar gangi upp í ána. Algengt er að villti laxinn gangi upp ána upp úr miðjum maí. Hans Kristian óttast að eldislaxarnir fylgi þeim villtu upp ána og blandist þeim síðar meir. Þar með sé hinn heimsfrægi stórlaxastofn Alta-árinnar í hættu. Fylkisstjóri Finnmörku hefur gefið út veiðileyfi á eldislaxinn og er veiðimönnum bæði heimilt að veiða í net og á stöng. Í gær voru veiðimenn þegar búnir að ná nokkrum löxum. Árlega veiðast risalaxar í Alta-ánni. Árið 2011 veiddust tæplega 1.100 laxar sem vógu meira en 15 pund og alltaf veiðast einhverjir sem mælast við 50 punda markið. Stærsti laxinn sem veiðst hefur í Alta-ánni vó 73 pund. Lesa má frétt NRK og skoða myndband hér.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði