Methagnaður Ford Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 13:32 Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent