Besta gjöfin á mæðradaginn Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2013 08:45 Gleður móður sína með hring á kappakstursbraut á Corvettu. Mæðradagurinn nálgast og mæður heimsins geta hlakkað til 12. maí, þ.e. annan sunnudag. Þá munu vonandi sem flestir synir gleðja mæður sínar með fallegum gjöfum. Því er upplagt að stinga upp einhverjum hugmyndum um góðar og eftirminnilegar gjafir. Ein þeirra er að bjóða mömmu sinni í ökutúr á sportbílnum sínum á kappakstursbraut, en það gerði einmitt þessi hugmyndaríki maður sem hér sést í myndskeiðinu ásamt móður sinni. Eitthvað virðist hún þó eiga í erfiðleikum með að njóta gjafarinnar, ef marka má myndina. Bíll sonarins er af gerðinni C6 Corvette Z06 og brautin er Sonoma Raceway og að hans sögn fór hann brautina aðeins á 60% getu. Rétt er að geta þess að fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1 mínútu og 40 sekúndur. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Gleður móður sína með hring á kappakstursbraut á Corvettu. Mæðradagurinn nálgast og mæður heimsins geta hlakkað til 12. maí, þ.e. annan sunnudag. Þá munu vonandi sem flestir synir gleðja mæður sínar með fallegum gjöfum. Því er upplagt að stinga upp einhverjum hugmyndum um góðar og eftirminnilegar gjafir. Ein þeirra er að bjóða mömmu sinni í ökutúr á sportbílnum sínum á kappakstursbraut, en það gerði einmitt þessi hugmyndaríki maður sem hér sést í myndskeiðinu ásamt móður sinni. Eitthvað virðist hún þó eiga í erfiðleikum með að njóta gjafarinnar, ef marka má myndina. Bíll sonarins er af gerðinni C6 Corvette Z06 og brautin er Sonoma Raceway og að hans sögn fór hann brautina aðeins á 60% getu. Rétt er að geta þess að fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1 mínútu og 40 sekúndur.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent