Lögsækja “Robin Hood” stöðumælagreiðendur Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 08:45 Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent