Ókeypis akstur milli Los Angeles og New York í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 15:00 Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent
Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent