Fyrsti lax sumarsins kominn Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2013 08:38 Frá Norðurá í morgun. Bjarni Júlíusson opnaði formlega laxveiðisumarið. Og það var á í þriðja kasti! GVA "Óhætt er að segja að laxveiðitímabilið hafi byrjað með hvelli," sagði Trausti Hafliðason blaðamaður Fréttablaðsins, en hann var staddur í Norðurá í morgun til að fylgjast með opnun árinnar. Að venju er það stjórn Stangveðifélags Reykjavíkur sem ræsir laxveiðitímabilið formlega í Norðurá. Bjarni Júlísson formaður Stangveiðfélagsins fékk 1. lax sumarsins í þriðja kasti. Þetta var falleg 73 sentímetra hrygna sem Bjarni fékk; langur og mjósleginn fiskur. Í samanburði við í fyrra þá var fiskurinn sá frekar feitur og pattaralegur en Bjarni sagðist ekki lesa neitt sérstakt í það, í sjálfu sér. Bjarni sagði, af þessu tilefni, þetta svo sannarlega gefa tilefni til bjartsýni - að þetta viti á gott fyrir sumarið. Ekki veitir af því síðasta laxveiðisumar var líklega það lélegasta í nánast öld, í það minnsta frá 1930. Menn voru sáttir við Norðurá þar sem var töluvert mikið um fólk; allir helstu fjölmiðlar landsins og laxveiðiáhugamenn voru mættir til að fylgjast með þessum viðburði. "Menn eru hér mjög kátir," segir Trausti. "Laxinn tók rauðan Frances-túpu, Black Eyed Prawn nánar tiltekið." Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði
"Óhætt er að segja að laxveiðitímabilið hafi byrjað með hvelli," sagði Trausti Hafliðason blaðamaður Fréttablaðsins, en hann var staddur í Norðurá í morgun til að fylgjast með opnun árinnar. Að venju er það stjórn Stangveðifélags Reykjavíkur sem ræsir laxveiðitímabilið formlega í Norðurá. Bjarni Júlísson formaður Stangveiðfélagsins fékk 1. lax sumarsins í þriðja kasti. Þetta var falleg 73 sentímetra hrygna sem Bjarni fékk; langur og mjósleginn fiskur. Í samanburði við í fyrra þá var fiskurinn sá frekar feitur og pattaralegur en Bjarni sagðist ekki lesa neitt sérstakt í það, í sjálfu sér. Bjarni sagði, af þessu tilefni, þetta svo sannarlega gefa tilefni til bjartsýni - að þetta viti á gott fyrir sumarið. Ekki veitir af því síðasta laxveiðisumar var líklega það lélegasta í nánast öld, í það minnsta frá 1930. Menn voru sáttir við Norðurá þar sem var töluvert mikið um fólk; allir helstu fjölmiðlar landsins og laxveiðiáhugamenn voru mættir til að fylgjast með þessum viðburði. "Menn eru hér mjög kátir," segir Trausti. "Laxinn tók rauðan Frances-túpu, Black Eyed Prawn nánar tiltekið."
Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði