Chevrolet TRAX kemur í júlí Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 08:15 Chevrolet Trax jepplingurinn kemur til landsins í júlí. TRAX, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis. Nú á dögunum var kynnt úttekt sem EURO NCAP gerði á honum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstravarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. TRAX hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, en árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. TRAX er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze , Orlando, Malibu og Captiva. "Þetta eru flottar fréttir því TRAX er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor," segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. "TRAX jepplingurinn kom á Evrópumarkaðinn í maí og við fáum hann til okkar í júlí." Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent
TRAX, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis. Nú á dögunum var kynnt úttekt sem EURO NCAP gerði á honum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstravarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. TRAX hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, en árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. TRAX er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze , Orlando, Malibu og Captiva. "Þetta eru flottar fréttir því TRAX er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor," segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. "TRAX jepplingurinn kom á Evrópumarkaðinn í maí og við fáum hann til okkar í júlí."
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent