Hæsta bílverð í heimi Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 09:30 Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent