Hæsta bílverð í heimi Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 09:30 Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent