100.000 pantanir í BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 10:15 BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent
BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent