Porsche stöðvar framleiðslu vegna flóða Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 14:15 Flóðin í Evrópu hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent