Aukin notkun hágæðalíms léttir og styrkir bíla Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 15:45 Í Audi R8 er hágæðalím mikið notað Bílaframleiðendur eins og Audi og Mercedes Benz hafa aukið mjög notkun líms í samsetningu bíla sinna að undanförnu og í leiðinni létt þá umtalsvert. Aukin notkun léttari efna en stáls hefur drifið áfram þessa þróun. Ál, plast, koltrefjar og fleiri létt efni hafa leyst af stál og samsetning slíkra íhluta hefur krafist aukinnar notkunar á hátæknilímefnum, en þá er ekki hægt að sjóða saman eins og stál. Samskonar lím og notað er í Croc skó og tennisspöðum hafa verið notuð af bílaframleiðendunum. Bílaframleiðendur nota nú um 10% af heimsframleiðslunni á þessum hátæknilímefnum en það mun aukast hratt á næstunni. Nýjasta notkunin á þessum límum í bíliðnaðinum hefur verið í spyrnum, "balance"-stöngum, hurðum, stuðurum og dempurum bíla. Þá eru þessi límefni einnig notuð til að fylla uppí smá bil á milli bílaparta sem eykur stífni bílanna, minnkar hljóð og gerir þá sterkari ef til árekstar kemur. Aukin stífni bílanna hefur aukið aksturshæfni þeirra og þeir þola betur óslétt undirlag. Sem dæmi um þá kosti sem notkun á þessari límgerð er í Cadillac GTS, sem er 40% stífari en forverinn og hefur fyrir vikið lést um 25 kíló. Lím sem þessi eru einnig mikið notuð í flugvélasmíði og í farsíma. Af þekktum framleiðendum þessara líma eru Henkel, PPG og Atlas Copco og er Henkel þeirra stærst. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent
Bílaframleiðendur eins og Audi og Mercedes Benz hafa aukið mjög notkun líms í samsetningu bíla sinna að undanförnu og í leiðinni létt þá umtalsvert. Aukin notkun léttari efna en stáls hefur drifið áfram þessa þróun. Ál, plast, koltrefjar og fleiri létt efni hafa leyst af stál og samsetning slíkra íhluta hefur krafist aukinnar notkunar á hátæknilímefnum, en þá er ekki hægt að sjóða saman eins og stál. Samskonar lím og notað er í Croc skó og tennisspöðum hafa verið notuð af bílaframleiðendunum. Bílaframleiðendur nota nú um 10% af heimsframleiðslunni á þessum hátæknilímefnum en það mun aukast hratt á næstunni. Nýjasta notkunin á þessum límum í bíliðnaðinum hefur verið í spyrnum, "balance"-stöngum, hurðum, stuðurum og dempurum bíla. Þá eru þessi límefni einnig notuð til að fylla uppí smá bil á milli bílaparta sem eykur stífni bílanna, minnkar hljóð og gerir þá sterkari ef til árekstar kemur. Aukin stífni bílanna hefur aukið aksturshæfni þeirra og þeir þola betur óslétt undirlag. Sem dæmi um þá kosti sem notkun á þessari límgerð er í Cadillac GTS, sem er 40% stífari en forverinn og hefur fyrir vikið lést um 25 kíló. Lím sem þessi eru einnig mikið notuð í flugvélasmíði og í farsíma. Af þekktum framleiðendum þessara líma eru Henkel, PPG og Atlas Copco og er Henkel þeirra stærst.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent