Mazda réttir úr kútnum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 10:00 Mazda6 seldist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í maí. Japanski bílasmiðurinn Mazda hefur átt erfiða daga í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Sala bíla Mazda hefur farið minnkandi þar þrátt fyrir líflegan bílamarkað. Nýliðinn maímánuður markaði þau tímamót hjá Mazda að enda langt tímabil sölusamdráttar. Söluaukning Mazda í maí nam 19%, talsvert umfram þann 8% vöxt sem var í sölu bíla í heild þar vestra. Söluaukning á Mazda6 bílnum nam 72% í maí. Alla aðra mánuði ársins hefur sala Mazda bíla verið minni en í fyrra og fátt sem stefndi í að markmið Mazda fyrir árið, þ.e. að ná 300.000 bíla sölu næðist. Markaðshlutdeild Mazda hefur minnkað öll síðustu 3 ár, en það gæti breyst í ár. Mazda telst meðal lítilla sjálfstæðra bílaframleiðenda þar vestra. Ford hefur losað sig við nær öll sín hlutabréf í Mazda, en mest átti Ford þriðjung hlutabréfa í Mazda, en nú aðeins 2,1%. Þrátt fyrir flott gengi í sölu hjá Mazda var það Nissan sem jók mest við sölu sína í maí í Bandaríkjunum, eða um 31%. Ford var í þriðja sæti með 15% vöxt. Honda var með 5% vöxt, Toyota og Hyundai 2%, Chevrolet og Kia 1% en Volkswagen með 2% sölusamdrátt. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Japanski bílasmiðurinn Mazda hefur átt erfiða daga í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Sala bíla Mazda hefur farið minnkandi þar þrátt fyrir líflegan bílamarkað. Nýliðinn maímánuður markaði þau tímamót hjá Mazda að enda langt tímabil sölusamdráttar. Söluaukning Mazda í maí nam 19%, talsvert umfram þann 8% vöxt sem var í sölu bíla í heild þar vestra. Söluaukning á Mazda6 bílnum nam 72% í maí. Alla aðra mánuði ársins hefur sala Mazda bíla verið minni en í fyrra og fátt sem stefndi í að markmið Mazda fyrir árið, þ.e. að ná 300.000 bíla sölu næðist. Markaðshlutdeild Mazda hefur minnkað öll síðustu 3 ár, en það gæti breyst í ár. Mazda telst meðal lítilla sjálfstæðra bílaframleiðenda þar vestra. Ford hefur losað sig við nær öll sín hlutabréf í Mazda, en mest átti Ford þriðjung hlutabréfa í Mazda, en nú aðeins 2,1%. Þrátt fyrir flott gengi í sölu hjá Mazda var það Nissan sem jók mest við sölu sína í maí í Bandaríkjunum, eða um 31%. Ford var í þriðja sæti með 15% vöxt. Honda var með 5% vöxt, Toyota og Hyundai 2%, Chevrolet og Kia 1% en Volkswagen með 2% sölusamdrátt.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent