Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2013 10:35 Vænn tarfur. Nú stefnir í að einhverjir sem fengu leyfi missi af lestinni. Nú stefnir í mikla örtröð á skotvöllum landsins. Þeir sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa að gangast undir skotpróf og fyrir síðustu helgi áttu 700 eftir að taka prófið. Síðasti dagur er á sunnudag. Í fyrra var veittur frestur en sú verður ekki raunin nú. Að sögn Steinars Rafns Beck Baldurssonar, hjá umhverfisstofnun, virðist þetta háttur Íslendinga, að draga allt fram á síðustu stundu. Þeir sem standast ekki skotpróf fyrir næstu mánaðamót fá staðfestingargjald vegna veiðileyfisins, 25% þess, ekki endurgreitt. „Þá eru þeir í raun búnir að missa leyfið," segir Steinar, og kemur þá til endurúthlutunar til þeirra sem eru á biðlista. Í ár var kvótinn 1227 dýr. Tímabilið hefst 15. júlí og endar 20. september. Á landinu er skráður 21 skotvöllur og þar stefnir í mikla riffilskothríð næstu daga. Í fyrra féllu 30 prósent þeirra sem tóku prófið í fyrstu tilraun. Steinar segir að menn, þeir sem hafa mætt, séu betur undirbúnir nú, en 20 prósenta fall er í fyrstu tilraun. Þá þurfa menn að taka prófið aftur og er tíminn naumur. Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði
Nú stefnir í mikla örtröð á skotvöllum landsins. Þeir sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa að gangast undir skotpróf og fyrir síðustu helgi áttu 700 eftir að taka prófið. Síðasti dagur er á sunnudag. Í fyrra var veittur frestur en sú verður ekki raunin nú. Að sögn Steinars Rafns Beck Baldurssonar, hjá umhverfisstofnun, virðist þetta háttur Íslendinga, að draga allt fram á síðustu stundu. Þeir sem standast ekki skotpróf fyrir næstu mánaðamót fá staðfestingargjald vegna veiðileyfisins, 25% þess, ekki endurgreitt. „Þá eru þeir í raun búnir að missa leyfið," segir Steinar, og kemur þá til endurúthlutunar til þeirra sem eru á biðlista. Í ár var kvótinn 1227 dýr. Tímabilið hefst 15. júlí og endar 20. september. Á landinu er skráður 21 skotvöllur og þar stefnir í mikla riffilskothríð næstu daga. Í fyrra féllu 30 prósent þeirra sem tóku prófið í fyrstu tilraun. Steinar segir að menn, þeir sem hafa mætt, séu betur undirbúnir nú, en 20 prósenta fall er í fyrstu tilraun. Þá þurfa menn að taka prófið aftur og er tíminn naumur.
Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði