Volkswagen í Danmörku kaupir hlut í HEKLU hf Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2013 13:01 Kim Skovgaard Rasmussen, stjórnarformaður HEKLU hf, Friðbert Friðbertsson, forstjóri og Ulrik Schönemann, framkvæmdastjóri Volkswagen í Danmörku. Danska hlutafélagið Semler, sem á og rekur umboð fyrir Volkswagen bifreiðar í Danmörku (Volkswagen, Audi, Porsche, SEAT og Skoda) hefur keypt helmingshlut í HEKLU hf. Eftir kaupin eru tveir hluthafar í félaginu. Semler samsteypan með 50% hlut og félagið Riftún ehf sem er í eigu Friðberts Friðbertssonar, forstjóra HEKLU hf sem einnig er með 50% hlut. Friðbert Friðbertsson hafði milligöngu um kaup Semler á hlutnum, eftir að hann hafði eignast allt hlutafé í HEKLU hf. Lögfræðstofan Landslög og Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru ráðgefandi í ferlinu og viðskiptunum sjálfum. Ný stjórn HEKLU hf var kjörin á hluthafafundi félagsins og hana skipa; Kim Skovgaard Rasmussen sem jafnframt er stjórnarformaður. Meðstjórnendur eru Jóhannes Bjarni Björnsson, Jón Eiríksson og Jens Bjerrisgaard. „Þetta er mjög stór áfangi í sögu HEKLU, segir Friðbert. Við erum komin með afar reynslumikið og öflugt félag til liðs við okkur. HEKLA hefur verið söluhæsta bifreiðaumboðið á Íslandi síðustu ár og við finnum mikinn áhuga á okkar vörum. Þetta sáu dönsku félagar okkar og sjá spennandi markað hér á Íslandi. Það er ekki á hverjum degi sem erlend fjárfesting skilar sér til Íslands og við erum stolt af því að þetta hafi gengið í gegn.“ Kim Skovgaard Rasmussen er forstjóri Skandinavisk Motor Co. sem er innflutningsaðili á bifreiðum fyrir Semler samsteypuna. Hann er einnig nýkjörinn stjórnarformaður HEKLU hf. „Við erum að fjárfesta í góðu fyrirtæki", segir Kim. "Við þekkjum þennan markað mjög vel og höfum farið í samstarf af þessu tagi áður í öðrum löndum. Við höfum trú á íslenska markaðnum og Friðberti sem leiðtoga í öflugu teymi starfsmanna HEKLU. Okkar markmið er að tryggja sterka stöðu HEKLU á markaðnum. Við teljum allar forsendur vera til staðar, þannig að HEKLA geti áfram verið leiðandi afl á íslenska bifreiðamarkaðnum“. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Danska hlutafélagið Semler, sem á og rekur umboð fyrir Volkswagen bifreiðar í Danmörku (Volkswagen, Audi, Porsche, SEAT og Skoda) hefur keypt helmingshlut í HEKLU hf. Eftir kaupin eru tveir hluthafar í félaginu. Semler samsteypan með 50% hlut og félagið Riftún ehf sem er í eigu Friðberts Friðbertssonar, forstjóra HEKLU hf sem einnig er með 50% hlut. Friðbert Friðbertsson hafði milligöngu um kaup Semler á hlutnum, eftir að hann hafði eignast allt hlutafé í HEKLU hf. Lögfræðstofan Landslög og Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru ráðgefandi í ferlinu og viðskiptunum sjálfum. Ný stjórn HEKLU hf var kjörin á hluthafafundi félagsins og hana skipa; Kim Skovgaard Rasmussen sem jafnframt er stjórnarformaður. Meðstjórnendur eru Jóhannes Bjarni Björnsson, Jón Eiríksson og Jens Bjerrisgaard. „Þetta er mjög stór áfangi í sögu HEKLU, segir Friðbert. Við erum komin með afar reynslumikið og öflugt félag til liðs við okkur. HEKLA hefur verið söluhæsta bifreiðaumboðið á Íslandi síðustu ár og við finnum mikinn áhuga á okkar vörum. Þetta sáu dönsku félagar okkar og sjá spennandi markað hér á Íslandi. Það er ekki á hverjum degi sem erlend fjárfesting skilar sér til Íslands og við erum stolt af því að þetta hafi gengið í gegn.“ Kim Skovgaard Rasmussen er forstjóri Skandinavisk Motor Co. sem er innflutningsaðili á bifreiðum fyrir Semler samsteypuna. Hann er einnig nýkjörinn stjórnarformaður HEKLU hf. „Við erum að fjárfesta í góðu fyrirtæki", segir Kim. "Við þekkjum þennan markað mjög vel og höfum farið í samstarf af þessu tagi áður í öðrum löndum. Við höfum trú á íslenska markaðnum og Friðberti sem leiðtoga í öflugu teymi starfsmanna HEKLU. Okkar markmið er að tryggja sterka stöðu HEKLU á markaðnum. Við teljum allar forsendur vera til staðar, þannig að HEKLA geti áfram verið leiðandi afl á íslenska bifreiðamarkaðnum“.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent