Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glentoran 0-0 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 4. júlí 2013 11:29 KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn