Gufuaflslest náði 202 km hraða fyrir 75 árum Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2013 11:15 Ekki beint nýtískuleg Mallard lestin, en hratt fór hún Fyrir 75 árum uppá dag setti þessi gufuaflslest nýtt hraðamet lesta í Englandi og náði 202 km hraða. Lestin var af gerðinni Mallard og þegar hún fór framhjá bænum Grantham í Lincolnskíri á fullum afköstum komst hún þriðja hundraðið fyrst allra lesta. Þætti það alls ekki lítill hraði fyrir lestir í dag, en margar þeirra fara reyndar mun hraðar í dag, en eru knúnar öðrum orkugjöfum. Núverandi Amtrak lestirnar sem bruna eftir teinum Bandaríkjanna ná mest 240 km hraða, svo segja má að ekki hafi mikið áunnist í ferðahraða á þessum 75 árum sem liðin eru frá metinu sem sú gamla setti. Það eru helst lestir í Japan, Kína og á meginlandi Evrópu sem fara talsvert hraðar. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Fyrir 75 árum uppá dag setti þessi gufuaflslest nýtt hraðamet lesta í Englandi og náði 202 km hraða. Lestin var af gerðinni Mallard og þegar hún fór framhjá bænum Grantham í Lincolnskíri á fullum afköstum komst hún þriðja hundraðið fyrst allra lesta. Þætti það alls ekki lítill hraði fyrir lestir í dag, en margar þeirra fara reyndar mun hraðar í dag, en eru knúnar öðrum orkugjöfum. Núverandi Amtrak lestirnar sem bruna eftir teinum Bandaríkjanna ná mest 240 km hraða, svo segja má að ekki hafi mikið áunnist í ferðahraða á þessum 75 árum sem liðin eru frá metinu sem sú gamla setti. Það eru helst lestir í Japan, Kína og á meginlandi Evrópu sem fara talsvert hraðar.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent