Loeb rústaði Pikes Peak metinu Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2013 14:03 Peugeot bíll Loeb á leið upp fjallið Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent