45% söluaukning hjá Benz á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 13:21 Mercedes Benz A-Class, bíll ársins á Íslandi Bílasala á fyrri hluta ársins 2013 hefur verið með ágætum hvað Mercedes Benz bíla varðar. Alls hafa verið skráðir um 5.000 nýjar fólksbifreiðar á árinu, sem er um 1% minna en í fyrra. Á árinu 2012 voru skráðar um 8.000 nýjar bifreiðar en fyrstu mánuðir ársins fela í sér umtalsverða sölu til bílaleiga. ,,Við erum afar ánægð með söluna hjá Mercedes-Benz. Við höfum selt um 100 Mercedes Benz fólksbifreiðar það sem af er ári, sem er um 45% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Þetta eru auðvitað mjög ánægjulegar fréttir, en vissulega viljum við sjá enn meiri sölu á komandi mánuðum“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili fyrir þýska lúxusbílamerkið á Íslandi. Hann segir sölu atvinnubíla Mercedes-Benz einnig hafa gengið mjög vel. ,,Viðskiptavinir eru að sækja í sparneytna bíla, sem bjóða upp á mikið öryggi. Mercedes-Benz hefur náð mjög langt í að minnka útblástur og þar með lækka eldsneytiseyðslu. Sem dæmi má nefna M-Class, sem hefur verið mjög vinsæll. Þetta er jeppi í fullri stærð sem hefur lækkað í eyðslu um 25-30% á milli kynslóða og er að eyða á milli 7 og 8 lítrum í blönduðum akstri, og enn minna ef ekið er sparlega,“ segir Jón Trausti. ,,A-Class, sem valinn var Bíll ársins 2013 af íslenskum bílablaðamönnum, hefur verið vinsæll sem og B-Class og sportjeppinn GLK. Framundan eru spennandi tímar hjá Mercedes-Benz því við erum að fá nýja kynslóð E-Class og glænýjan bíl CLA-Class sem munu án efa vekja mikla athygli. Við höfum nú þegar selt fyrstu bílana af CLA. Svo kemur hinn magnaði S-Class á markað í vetur,“ segir Jón Trausti. Mercedes Benz setti enn eitt sölumetið á heimsvísu og seldi fleiri bíla á fyrri helmingi ársins 2013 en áður á sex mánaða tímabili í 127 ára sögu fyrirtækisins. Alls seldi Mercedes-Benz 694.433 bíla um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 6,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Mesta söluaukningin var í Evrópu og Bandaríkjunum. Júní var einnig mjög sterkur hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum á heimsvísu en þá seldust alls 131.609 Mercedes Benz bílar í mánuðinum. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent
Bílasala á fyrri hluta ársins 2013 hefur verið með ágætum hvað Mercedes Benz bíla varðar. Alls hafa verið skráðir um 5.000 nýjar fólksbifreiðar á árinu, sem er um 1% minna en í fyrra. Á árinu 2012 voru skráðar um 8.000 nýjar bifreiðar en fyrstu mánuðir ársins fela í sér umtalsverða sölu til bílaleiga. ,,Við erum afar ánægð með söluna hjá Mercedes-Benz. Við höfum selt um 100 Mercedes Benz fólksbifreiðar það sem af er ári, sem er um 45% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Þetta eru auðvitað mjög ánægjulegar fréttir, en vissulega viljum við sjá enn meiri sölu á komandi mánuðum“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili fyrir þýska lúxusbílamerkið á Íslandi. Hann segir sölu atvinnubíla Mercedes-Benz einnig hafa gengið mjög vel. ,,Viðskiptavinir eru að sækja í sparneytna bíla, sem bjóða upp á mikið öryggi. Mercedes-Benz hefur náð mjög langt í að minnka útblástur og þar með lækka eldsneytiseyðslu. Sem dæmi má nefna M-Class, sem hefur verið mjög vinsæll. Þetta er jeppi í fullri stærð sem hefur lækkað í eyðslu um 25-30% á milli kynslóða og er að eyða á milli 7 og 8 lítrum í blönduðum akstri, og enn minna ef ekið er sparlega,“ segir Jón Trausti. ,,A-Class, sem valinn var Bíll ársins 2013 af íslenskum bílablaðamönnum, hefur verið vinsæll sem og B-Class og sportjeppinn GLK. Framundan eru spennandi tímar hjá Mercedes-Benz því við erum að fá nýja kynslóð E-Class og glænýjan bíl CLA-Class sem munu án efa vekja mikla athygli. Við höfum nú þegar selt fyrstu bílana af CLA. Svo kemur hinn magnaði S-Class á markað í vetur,“ segir Jón Trausti. Mercedes Benz setti enn eitt sölumetið á heimsvísu og seldi fleiri bíla á fyrri helmingi ársins 2013 en áður á sex mánaða tímabili í 127 ára sögu fyrirtækisins. Alls seldi Mercedes-Benz 694.433 bíla um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 6,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Mesta söluaukningin var í Evrópu og Bandaríkjunum. Júní var einnig mjög sterkur hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum á heimsvísu en þá seldust alls 131.609 Mercedes Benz bílar í mánuðinum.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent