Tíu mest stolnu bílar í BNA Finnur Thorlacius skrifar 10. júlí 2013 14:45 Cadillac Escalade er í sjötta sæti listans Til eru listar yfir nánast allt í Bandaríkjunum. Einn þeirra er listinn yfir þá bíla sem mest er stolið þar vestra. Allir 10 efstu bílarnir eru jeppar eða pallbílar og svo virðist að þjófar ágirnist bara stóra bíla, eða þá að mjög auðvelt er að stela þeim. Þá virðast þjófarnir einnig mjög þjóðræknir því allir þessir bílar eru bandarísk framleiðsla. Listinn er eftirfarandi og talan aftan við hvern bíl sýnir hversu mörgum bílum er stolið af hverjum 1.000 sem tryggðir eru hjá tryggingarfélögum. Ford F-250 crew 4WD 7,0 Chevrolet Silverado 1500 crew 6,7 Chevrolet Avalanche 1500 6,1 GMC Sierra 1500 crew 6,0 Ford F-350 crew 4WD 5,6 Cadillac Escalade 4WD 5,5 Chevrolet Suburban 1500 5,4 GMC Sierra 1500 extended cab 4,7 GMC Yukon 4,5 Chevrolet Tahoe 4,4 Átta af þessum tíu bílum eru framleiddir af General Motors og má fyrirtækið ef til vill fara að huga betur að læsingum og öryggismálum hvað bíla sína varðar. Ford á síðan þá tvo sem eftir standa. Þeir bílar sem sjaldnast er stolið í Bandaríkjunum eru síðan Dodge Journey 4WD, Volkswagen Tiguan 4WD, Audi A4, Acura RDX, Toyota Matrix og Lexus HS 250 Hybrid. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Til eru listar yfir nánast allt í Bandaríkjunum. Einn þeirra er listinn yfir þá bíla sem mest er stolið þar vestra. Allir 10 efstu bílarnir eru jeppar eða pallbílar og svo virðist að þjófar ágirnist bara stóra bíla, eða þá að mjög auðvelt er að stela þeim. Þá virðast þjófarnir einnig mjög þjóðræknir því allir þessir bílar eru bandarísk framleiðsla. Listinn er eftirfarandi og talan aftan við hvern bíl sýnir hversu mörgum bílum er stolið af hverjum 1.000 sem tryggðir eru hjá tryggingarfélögum. Ford F-250 crew 4WD 7,0 Chevrolet Silverado 1500 crew 6,7 Chevrolet Avalanche 1500 6,1 GMC Sierra 1500 crew 6,0 Ford F-350 crew 4WD 5,6 Cadillac Escalade 4WD 5,5 Chevrolet Suburban 1500 5,4 GMC Sierra 1500 extended cab 4,7 GMC Yukon 4,5 Chevrolet Tahoe 4,4 Átta af þessum tíu bílum eru framleiddir af General Motors og má fyrirtækið ef til vill fara að huga betur að læsingum og öryggismálum hvað bíla sína varðar. Ford á síðan þá tvo sem eftir standa. Þeir bílar sem sjaldnast er stolið í Bandaríkjunum eru síðan Dodge Journey 4WD, Volkswagen Tiguan 4WD, Audi A4, Acura RDX, Toyota Matrix og Lexus HS 250 Hybrid.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent