Audi selur 1,5 milljón bíla 2 árum á undan áætlun Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 14:45 Audi A6 Allroad Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent