Anna ekki eftispurn í Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2013 15:00 Ford Fiesta ST er að slá í gegn Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent
Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent