30 kg farin - ætlar að keppa í fitness Ellý Ármanns skrifar 19. ágúst 2013 10:00 Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum. Heilsa Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum.
Heilsa Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira