Mustang í 180 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2013 08:45 Flestir nýir bílar hafa farið í mikla megrun frá síðustu gerð þeirra og þrýstingur stjórnvalda um lækkun eyðslu og mengunar eru þar stærsti áhrifaþátturinn. Þrýstingurinn á bandaríska bílaframleiðendur er síst minni en á þá evrópsku. Því vinnur Ford nú að því að minnka þyngd næstu kynslóðar Mustang sportbíla sinna og á það að skila 180 kg léttari bíl, hvorki meira né minna. Núna er Ford Mustang 1.635 kíló, en verður því 1.455 kíló. Mun bíllinn því léttast um 11% og því eðlilegt að áætla að eldsneytisnotkununin og mengun bílsins fari niður um samsvarandi tölu. Léttara smíðaefni verður notað og ál spilar þar stóran þátt, sem og þynnra hástyrktarstál. Helstu samkeppnisbílar Mustang í Bandaríkjunum, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger eru 120 og 200 kílóum þyngri, en búast má við því að þeir fari líka í mikla megrun við næstu kynslóð þeirrra. Þessi næsta kynslóð Mustang, sem verður sú sjötta í röðinni, verður styttri en núverandi bíll og munar þar heilum 38 sentimetrum. Bíllinn verður einnig 16,5 sentimetrum mjórri. Núverandi bíll er 4,8 metrar. Mustang mun hækka í verði um 10% og vonandi verður sú hækkun þess virði. Sjötta kynslóð Mustang verður kynnt til sögunnar á bílasýningunni North American International Auto Show í Detroit í janúar. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent
Flestir nýir bílar hafa farið í mikla megrun frá síðustu gerð þeirra og þrýstingur stjórnvalda um lækkun eyðslu og mengunar eru þar stærsti áhrifaþátturinn. Þrýstingurinn á bandaríska bílaframleiðendur er síst minni en á þá evrópsku. Því vinnur Ford nú að því að minnka þyngd næstu kynslóðar Mustang sportbíla sinna og á það að skila 180 kg léttari bíl, hvorki meira né minna. Núna er Ford Mustang 1.635 kíló, en verður því 1.455 kíló. Mun bíllinn því léttast um 11% og því eðlilegt að áætla að eldsneytisnotkununin og mengun bílsins fari niður um samsvarandi tölu. Léttara smíðaefni verður notað og ál spilar þar stóran þátt, sem og þynnra hástyrktarstál. Helstu samkeppnisbílar Mustang í Bandaríkjunum, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger eru 120 og 200 kílóum þyngri, en búast má við því að þeir fari líka í mikla megrun við næstu kynslóð þeirrra. Þessi næsta kynslóð Mustang, sem verður sú sjötta í röðinni, verður styttri en núverandi bíll og munar þar heilum 38 sentimetrum. Bíllinn verður einnig 16,5 sentimetrum mjórri. Núverandi bíll er 4,8 metrar. Mustang mun hækka í verði um 10% og vonandi verður sú hækkun þess virði. Sjötta kynslóð Mustang verður kynnt til sögunnar á bílasýningunni North American International Auto Show í Detroit í janúar.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent