Grillað með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 16:06 Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent