Tilnefnd til ljósvakaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 12:37 Hrafnhildur Hagalín og Elísabet Indra Ragnarsdóttir Mynd/úr safni Tvö útvarpsverk Rásar 1 eru tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa 2013. Uppfærsla Útvarpsleikhússins á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur er tilnefnt sem besta dramatíska útvarpsverk Evrópu í flokki stakra leikrita. Opið hús hlaut í sumar íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta dramatíska útvarpsverk ársins. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur, Þruma, elding og lífsástin sjálf, er tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu. Þátturinn fjallar um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í Ríkisútvarpinu, segir að það þyki nokkuð merkilegt hvað hið litla Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er öflugt. „Útvarpsleikhúsið hefur fengið Norrænu útvarpsleikhússverðlaunin þrisvar sinnum síðustu sex ár. Útvarpsleikhúsdeildin hér er mun minni en gengur og gerist í öðrum löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ segir Viðar.Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í RíkisútvarpinuMynd/RGBViðar segir að besti árangur sem náðst hefur í keppninni sé þegar Djúpið var í þriðja sæti sem besta útvarpsverk Evrópu árið 2011 og skákaði þá virðulegum stöðvum eins og BBC. „Síðustu ár hefur Útvarpsleikhúsið verið tilnefnt nær árlega en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem útvarpsþáttur er tilnefndur og það í nýjum flokki, flokki tónlistarþátta,“ segir Viðar. Verðlaunahátíðin PRIX EUROPA er haldin árlega í Berlín. Þar er stefnt saman til keppni besta efni ljósvakamiðla Evrópu. Gert er ráð fyrir að um þúsund dagskrárgerðarmenn muni sækja hátíðina í ár og margir hverjir í fjölskipuðum dómnefndum sem vega og meta hvert verk sem tilnefnt er í hinum ýmsu flokkum, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tvö útvarpsverk Rásar 1 eru tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa 2013. Uppfærsla Útvarpsleikhússins á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur er tilnefnt sem besta dramatíska útvarpsverk Evrópu í flokki stakra leikrita. Opið hús hlaut í sumar íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta dramatíska útvarpsverk ársins. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur, Þruma, elding og lífsástin sjálf, er tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu. Þátturinn fjallar um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í Ríkisútvarpinu, segir að það þyki nokkuð merkilegt hvað hið litla Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er öflugt. „Útvarpsleikhúsið hefur fengið Norrænu útvarpsleikhússverðlaunin þrisvar sinnum síðustu sex ár. Útvarpsleikhúsdeildin hér er mun minni en gengur og gerist í öðrum löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ segir Viðar.Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í RíkisútvarpinuMynd/RGBViðar segir að besti árangur sem náðst hefur í keppninni sé þegar Djúpið var í þriðja sæti sem besta útvarpsverk Evrópu árið 2011 og skákaði þá virðulegum stöðvum eins og BBC. „Síðustu ár hefur Útvarpsleikhúsið verið tilnefnt nær árlega en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem útvarpsþáttur er tilnefndur og það í nýjum flokki, flokki tónlistarþátta,“ segir Viðar. Verðlaunahátíðin PRIX EUROPA er haldin árlega í Berlín. Þar er stefnt saman til keppni besta efni ljósvakamiðla Evrópu. Gert er ráð fyrir að um þúsund dagskrárgerðarmenn muni sækja hátíðina í ár og margir hverjir í fjölskipuðum dómnefndum sem vega og meta hvert verk sem tilnefnt er í hinum ýmsu flokkum, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira