Grilluðu 64 bíla í stað kjöts Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2013 09:45 Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent