Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Frosti Logason skrifar 5. september 2013 11:40 Árni var þreyttur á stöðugum tónleikaferðum með Of monsters and Men. MYND/TUMBLR Árni Guðjónsson, fyrrverandi hljómborðsleikari Of Monsters and Men, spilar nú með hljómsveitinni Blóðberg og kennir tónmennt í barnaskóla Garðabæjar í afleysingum. Hann var í spjalli í útvarpsþættinum Harmageddon í gær og var þar spurður afhverju hann hætti í Of Monsters and Men. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Þar gerði Árni lítið úr þeirri ákvörðun sinni og virtist ekki sakna þess mikið að ferðast um víða veröld með einni vinsælustu hljómsveit heims. Að hans mati voru framtíðarplön sveitarinnar of yfirþyrmandi fyrir ári síðan þegar hann ákvað að segja skilið við sveitina. Honum var ljóst að ef hann héldi áfram gæfist honum lítill tími til annars en að vera á stöðugum tónleikaferðum næstu misserin. „Að spila Little Talks fimm sinnum á dag hljómar ekkert rosalega spennandi fyrir mér,“ sagði Árni sem virðist hafa haft á réttu að standa með framtíð sveitarinnar en hún lauk núna nýverið nánast sleitulausri eins og hálfsárs tónleikaferð sinni með stórtónleikum á Vífilstaðatúni í heimabænum, Garðabæ.En hvað hefur þú að gera heima sem er meira spennandi heldur en að vera í Of Monsters and Men?Ég er svo heimakær og mikill einfari. Mér finnst svo rosa gott bara að setja kaffi í könnuna, sitja út á svölum og humma fram að hádegi, sagði Árni að lokum, glaður í bragði og sáttur við sitt. Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Haukur skoðar heiminn: Uppgjör í undirheimum Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Ný lög á nýju ári Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Er píkan óhrein? Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon
Árni Guðjónsson, fyrrverandi hljómborðsleikari Of Monsters and Men, spilar nú með hljómsveitinni Blóðberg og kennir tónmennt í barnaskóla Garðabæjar í afleysingum. Hann var í spjalli í útvarpsþættinum Harmageddon í gær og var þar spurður afhverju hann hætti í Of Monsters and Men. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Þar gerði Árni lítið úr þeirri ákvörðun sinni og virtist ekki sakna þess mikið að ferðast um víða veröld með einni vinsælustu hljómsveit heims. Að hans mati voru framtíðarplön sveitarinnar of yfirþyrmandi fyrir ári síðan þegar hann ákvað að segja skilið við sveitina. Honum var ljóst að ef hann héldi áfram gæfist honum lítill tími til annars en að vera á stöðugum tónleikaferðum næstu misserin. „Að spila Little Talks fimm sinnum á dag hljómar ekkert rosalega spennandi fyrir mér,“ sagði Árni sem virðist hafa haft á réttu að standa með framtíð sveitarinnar en hún lauk núna nýverið nánast sleitulausri eins og hálfsárs tónleikaferð sinni með stórtónleikum á Vífilstaðatúni í heimabænum, Garðabæ.En hvað hefur þú að gera heima sem er meira spennandi heldur en að vera í Of Monsters and Men?Ég er svo heimakær og mikill einfari. Mér finnst svo rosa gott bara að setja kaffi í könnuna, sitja út á svölum og humma fram að hádegi, sagði Árni að lokum, glaður í bragði og sáttur við sitt.
Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Haukur skoðar heiminn: Uppgjör í undirheimum Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Ný lög á nýju ári Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Er píkan óhrein? Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon