Ekki fleiri tölvuleikir í nafni Tiger Woods Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. október 2013 13:44 Tölvuteiknaður Tiger í góðri sveiflu. Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá. Leikjavísir Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Ekki verða gefnir út fleiri tölvuleikir í PGA Tour-seríunni undir nafni bandaríska kylfingsins Tiger Woods. Leikirnir, sem framleiddir eru af fyrirtækinu EA Sports, hafa verið gefnir út undanfarin fimmtán ár og notið mikilla vinsælda. Um sameiginlega ákvörðun kylfingsins og EA Sports er að ræða en samtals voru gerðir sextán leikir. Allir komu þeir út fyrir PlayStation-leikjatölvurnar en einnig voru gefnir út leikir fyrir PC-tölvur, Xbox, Nintendo DS, Wii og fleiri leikjatölvur. Umboðsmaður Woods segir þetta tímabil sem nú er lokið hafa verið frábært en EA Sports hafi talið að endurskoða ætti samstarfið og Woods hafi verið því sammála. EA Sports mun þó halda áfram að gefa út golfleiki undir merkjum PGA Tour, en það verður án Tiger Woods héðan í frá.
Leikjavísir Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira