Síðasta tækifærið til að skrá sig í Jólastjörnuna 2013 23. október 2013 13:17 Jólastjörnukeppnin hefur vakið stormandi lukku undanfarin ár. Í fyrra vann Margrét Stella Kaldalóns keppnina. Margrét Stella flutti meðal annars jólalagið sívinsæla Ég hlakka svo til á tónleikunum það árið og vakti mikla athygli. Í myndskeiði sem fylgir má sjá þegar Margréti Stellu var tilkynnt að hún hefði verið valin úr um fimm hundruð umsækjendum, Jólastjarna ársins 2012.Hér er hægt að skrá sig í keppnina í ár. Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena standa nú fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga þriðja árið í röð og sigurvegarinn kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af stjörnum laugardaginn 14. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda okkur hlekk á myndbandsupptöku af söngnum. 10 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós. Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur. Við biðjum þátttakendur vinsamlegast að fylla út upplýsingar í þar til gerða reiti hér fyrir neðan. Setja þarf meðal annars inn hlekki á myndbönd eða skrár þar sem þátttakendur láta ljós sitt skína. Við bendum á myndbandasíður á borð við YouTube og Vimeo. Einnig er hægt að senda hlekki á skrár á skráarhýsingarsíðum á borð við WeTransfer.com, Dropbox, Box.com, Google Drive eða aðra staði sem dómnefnd getur auðveldlega nálgast myndböndin á. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2013 - Nafn keppanda. Lagaval er algjörlega frjálst og má lagið sem sungið er vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund sem er, á íslensku eða útlensku; það má vera jólalag en þarf þess ekki. Þátttakendur ráða því að auki hvort þeir syngi við undirspil eður ei. Skráningu lýkur á miðnætti í kvöld. 10 krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í Íslandi í dag.Aldurstakmark: 16 ára og yngri.Skilyrði: Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.Dómnefnd: Björgvin Halldórsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gunnar Helgason og Hulda Björk Garðarsdóttir. Jólastjarnan Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Jólastjörnukeppnin hefur vakið stormandi lukku undanfarin ár. Í fyrra vann Margrét Stella Kaldalóns keppnina. Margrét Stella flutti meðal annars jólalagið sívinsæla Ég hlakka svo til á tónleikunum það árið og vakti mikla athygli. Í myndskeiði sem fylgir má sjá þegar Margréti Stellu var tilkynnt að hún hefði verið valin úr um fimm hundruð umsækjendum, Jólastjarna ársins 2012.Hér er hægt að skrá sig í keppnina í ár. Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena standa nú fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga þriðja árið í röð og sigurvegarinn kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af stjörnum laugardaginn 14. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda okkur hlekk á myndbandsupptöku af söngnum. 10 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós. Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur. Við biðjum þátttakendur vinsamlegast að fylla út upplýsingar í þar til gerða reiti hér fyrir neðan. Setja þarf meðal annars inn hlekki á myndbönd eða skrár þar sem þátttakendur láta ljós sitt skína. Við bendum á myndbandasíður á borð við YouTube og Vimeo. Einnig er hægt að senda hlekki á skrár á skráarhýsingarsíðum á borð við WeTransfer.com, Dropbox, Box.com, Google Drive eða aðra staði sem dómnefnd getur auðveldlega nálgast myndböndin á. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2013 - Nafn keppanda. Lagaval er algjörlega frjálst og má lagið sem sungið er vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund sem er, á íslensku eða útlensku; það má vera jólalag en þarf þess ekki. Þátttakendur ráða því að auki hvort þeir syngi við undirspil eður ei. Skráningu lýkur á miðnætti í kvöld. 10 krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í Íslandi í dag.Aldurstakmark: 16 ára og yngri.Skilyrði: Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.Dómnefnd: Björgvin Halldórsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gunnar Helgason og Hulda Björk Garðarsdóttir.
Jólastjarnan Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira