Iceland Airwaves: Einlæg Emilíana í Hörpu Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. október 2013 16:28 Emilíana Torrini í Hörpu í gær. Mynd/Arnþór Tónleikar Emilíönu Torrini á Iceland Airwaves á miðvikudagskvöld mörkuðu tímamót. Tónleikarnir voru hennar fyrstu á hátíðinni frá árinu 1999 og einnig í fyrsta sinn sem Emilíana kemur fram í Hörpu. Löngu var orðið tímabært að ein af okkar bestu söngkonum endurnýjaði kynni sín við Iceland Airwaves. Lög af nýrri plötu Emilíönu, Tookah, voru fyrirferðamikil á efnisskránni og er ljóst að þar er um mjög vandaða plötu að ræða. Emilíana ákvað sjálf í upphafi tónleikanna að ávarpa gesti á móðurmálinu sem féll vel í kramið hjá Íslendingum í salnum. Hún hóf leik á laginu Tookah en það er grípandi og skemmtilegt lag sem greip áhorfendur strax. Tónleikarnir voru einu orði sagt frábærir. Frammistaða Emilíönu var mögnuð og söngur hennar oft á tíðum dáleiðandi. Tónleikarnir voru fumlausir og ljóst að Emilíana er í fantaformi um þessar mundir.Niðurstaða: Heillandi og einlæg frammistaða sem hitti beint í mark. Gagnrýni Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónleikar Emilíönu Torrini á Iceland Airwaves á miðvikudagskvöld mörkuðu tímamót. Tónleikarnir voru hennar fyrstu á hátíðinni frá árinu 1999 og einnig í fyrsta sinn sem Emilíana kemur fram í Hörpu. Löngu var orðið tímabært að ein af okkar bestu söngkonum endurnýjaði kynni sín við Iceland Airwaves. Lög af nýrri plötu Emilíönu, Tookah, voru fyrirferðamikil á efnisskránni og er ljóst að þar er um mjög vandaða plötu að ræða. Emilíana ákvað sjálf í upphafi tónleikanna að ávarpa gesti á móðurmálinu sem féll vel í kramið hjá Íslendingum í salnum. Hún hóf leik á laginu Tookah en það er grípandi og skemmtilegt lag sem greip áhorfendur strax. Tónleikarnir voru einu orði sagt frábærir. Frammistaða Emilíönu var mögnuð og söngur hennar oft á tíðum dáleiðandi. Tónleikarnir voru fumlausir og ljóst að Emilíana er í fantaformi um þessar mundir.Niðurstaða: Heillandi og einlæg frammistaða sem hitti beint í mark.
Gagnrýni Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira