Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32-26 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Sigmar Sigfússon á Hlíðarenda skrifar 9. nóvember 2013 13:00 Mynd/Vilhelm Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Val eru komnir á beinu brautina með þriðja sigur sinn í röð er þeir unnu ÍBV, 32-26, á heimavelli í 7. umferð Olís-deildarinnar í dag. Eyjamenn byrjuðu betur í leiknum og heimamenn áttu í vandræðum í sóknaleik sínum gegn vörn ÍBV. Hinn hávaxni leikmaður íBV, Magnús Stefánsson, spilaði fyrir framan vörnina og Valsmenn komust illa í gegn í upphafi. ÍBV náði mest fimm marka forystu áður en Valsmenn hrukku í gang. Finnur Ingi Stefánsson kom Valsmönnum yfir í fyrsta sinn á 18. mínútu, 8-7. Eftir það var leikurinn stál í stál en Valsmenn spiluðu þó betur fram að hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir heimamenn. Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Vals, fékk að líta rauðaspjaldið fyrir að fara í Andra Heimi Friðriksson í aðdraganda hraðaupphlaups Eyjamanna. Harður dómur svo ekki sé minna sagt. Valsmenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru heilt yfir sterkari en Eyjamenn á flestum sviðum. Hlynur varði mikilvæga bolta fyrir Hlíðarendaliðið sem skilaði sér í hraðaupphlaupum. Línumaður Vals, Orri Freyr Gíslason, fékk brottvísun fyrir litlar sakir í upphafi síðari hálfleiks og aðra í kjölfarið fyrir mótmæli og þar með rautt spjald. Valsmenn léku því bróðurpart seinni hálfleiks án hans. Róbert Aron Hostert, landsliðsmaður ÍBV, fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og tók ekki frekari þátt í leiknum. Það virtist vera mikil blóðtaka fyrir Lánlausa Eyjapilta sem náðu sér ekki á strik í dag. Valsmenn náðu mest sjö marka forystu í seinni hálfleik og sigurinn aldrei í hættu. Guðmundur Hólmar Helgason, skytta Valsmanna, átti stórleik og skoraði 13 mörk fyrir sitt lið í leiknum þar af fjögur úr vítum. Agnar Smári Jónsson, Valsmaðurinn í liði Eyjamanna var atkvæðamestur þar á bæ með sex mörk. Guðmundur Hólmar: Algjör liðssigur„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, algjör liðssigur,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, stórskytta Valsmanna, sem átti frábæran leik og skoraði 13 mörk, eftir leikinn. „Vörnin var góð hjá okkur en við vorum örlítið óheppnir í byrjun leiks og þeir refsuðu okkur með hraðaupphlaupum. Við spiluðuð nokkuð agaðan sóknaleik nema þá helst ég sem skaut mjög mikið á markið. En ég er fyrst og fremst sáttur með sigurinn hjá liðinu í heild,“ sagði Guðmundur. „Við lentum í vandræðum í sókninni í byrjun leiks gegn Magnúsi Stefánssyni. Hann er með rosalegan faðm og erfitt að senda boltann framhjá honum. Enda stal hann alveg fimm boltum. En við leystum það ágætlega fannst mér. Við fórum ekki í neitt panikk.“ „Við erum farnir að skilja Óla betur og hann okkur. Við erum að taka þetta í réttum skrefum finnst mér. Við ætluðum okkur of mikið í upphafi. Æfingarnar hjá honum eru flottar og eru að skila sér núna inn á vellinum. Við eigum mikið inni ennþá,“ sagði Akureyringurinn að lokum. Gunnar: Valsmenn voru sterkari við á öllum sviðum„Svona heilt yfir voru Valsmenn betri en við á öllum sviðum í dag. Við vorum að gera mikil mistök í sókninni. Allt of mikið af slæmum ákvörðunum sem skilaði sér í mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur. Kannski var það of mikið fyrir suma að vera í fyrsta sinn í sjónvarpi,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, ósáttur eftir leikinn. „Spennustigið var ef til vill of hátt og við vorum að gera mistök sem við erum ekki vanir að gera.“ „Það er samt skrýtið að tapa leik en samt að spila góða vörn. Það sem munaði á liðunum í dag fyrir utan þau mistök sem við gerðum var markvarslan. Hlynur og Lárus voru að taka nokkra mikilvæga bolta en okkar markmenn áttu ekki góðan dag. Ef við fáum ekki markvörslu á móti liði eins og Val þá vinnum við þá ekki hérna í Vodafonehöllinni,“ sagði Gunnar. „Það munar fyrir öll lið að missa leikmann eins og Róbert út. En samt sem áður erum við með leikmenn sem eiga að geta stigið upp í þannig aðstæðum. Þetta var tækifæri fyrir aðra að sýna sig en það gekk því miður ekki upp í dag,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Val eru komnir á beinu brautina með þriðja sigur sinn í röð er þeir unnu ÍBV, 32-26, á heimavelli í 7. umferð Olís-deildarinnar í dag. Eyjamenn byrjuðu betur í leiknum og heimamenn áttu í vandræðum í sóknaleik sínum gegn vörn ÍBV. Hinn hávaxni leikmaður íBV, Magnús Stefánsson, spilaði fyrir framan vörnina og Valsmenn komust illa í gegn í upphafi. ÍBV náði mest fimm marka forystu áður en Valsmenn hrukku í gang. Finnur Ingi Stefánsson kom Valsmönnum yfir í fyrsta sinn á 18. mínútu, 8-7. Eftir það var leikurinn stál í stál en Valsmenn spiluðu þó betur fram að hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir heimamenn. Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Vals, fékk að líta rauðaspjaldið fyrir að fara í Andra Heimi Friðriksson í aðdraganda hraðaupphlaups Eyjamanna. Harður dómur svo ekki sé minna sagt. Valsmenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru heilt yfir sterkari en Eyjamenn á flestum sviðum. Hlynur varði mikilvæga bolta fyrir Hlíðarendaliðið sem skilaði sér í hraðaupphlaupum. Línumaður Vals, Orri Freyr Gíslason, fékk brottvísun fyrir litlar sakir í upphafi síðari hálfleiks og aðra í kjölfarið fyrir mótmæli og þar með rautt spjald. Valsmenn léku því bróðurpart seinni hálfleiks án hans. Róbert Aron Hostert, landsliðsmaður ÍBV, fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og tók ekki frekari þátt í leiknum. Það virtist vera mikil blóðtaka fyrir Lánlausa Eyjapilta sem náðu sér ekki á strik í dag. Valsmenn náðu mest sjö marka forystu í seinni hálfleik og sigurinn aldrei í hættu. Guðmundur Hólmar Helgason, skytta Valsmanna, átti stórleik og skoraði 13 mörk fyrir sitt lið í leiknum þar af fjögur úr vítum. Agnar Smári Jónsson, Valsmaðurinn í liði Eyjamanna var atkvæðamestur þar á bæ með sex mörk. Guðmundur Hólmar: Algjör liðssigur„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, algjör liðssigur,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, stórskytta Valsmanna, sem átti frábæran leik og skoraði 13 mörk, eftir leikinn. „Vörnin var góð hjá okkur en við vorum örlítið óheppnir í byrjun leiks og þeir refsuðu okkur með hraðaupphlaupum. Við spiluðuð nokkuð agaðan sóknaleik nema þá helst ég sem skaut mjög mikið á markið. En ég er fyrst og fremst sáttur með sigurinn hjá liðinu í heild,“ sagði Guðmundur. „Við lentum í vandræðum í sókninni í byrjun leiks gegn Magnúsi Stefánssyni. Hann er með rosalegan faðm og erfitt að senda boltann framhjá honum. Enda stal hann alveg fimm boltum. En við leystum það ágætlega fannst mér. Við fórum ekki í neitt panikk.“ „Við erum farnir að skilja Óla betur og hann okkur. Við erum að taka þetta í réttum skrefum finnst mér. Við ætluðum okkur of mikið í upphafi. Æfingarnar hjá honum eru flottar og eru að skila sér núna inn á vellinum. Við eigum mikið inni ennþá,“ sagði Akureyringurinn að lokum. Gunnar: Valsmenn voru sterkari við á öllum sviðum„Svona heilt yfir voru Valsmenn betri en við á öllum sviðum í dag. Við vorum að gera mikil mistök í sókninni. Allt of mikið af slæmum ákvörðunum sem skilaði sér í mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur. Kannski var það of mikið fyrir suma að vera í fyrsta sinn í sjónvarpi,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, ósáttur eftir leikinn. „Spennustigið var ef til vill of hátt og við vorum að gera mistök sem við erum ekki vanir að gera.“ „Það er samt skrýtið að tapa leik en samt að spila góða vörn. Það sem munaði á liðunum í dag fyrir utan þau mistök sem við gerðum var markvarslan. Hlynur og Lárus voru að taka nokkra mikilvæga bolta en okkar markmenn áttu ekki góðan dag. Ef við fáum ekki markvörslu á móti liði eins og Val þá vinnum við þá ekki hérna í Vodafonehöllinni,“ sagði Gunnar. „Það munar fyrir öll lið að missa leikmann eins og Róbert út. En samt sem áður erum við með leikmenn sem eiga að geta stigið upp í þannig aðstæðum. Þetta var tækifæri fyrir aðra að sýna sig en það gekk því miður ekki upp í dag,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn