Súperman dreymdi Eið Smára | Íslendingar í banastuði í Króatíu Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 13:01 Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira