„Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2013 22:38 „Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
„Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira