Skyrgámur baðaði sig í Laugardalslaug í morgun Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2013 17:42 Skyrgámur fór í sitt árlega jólabað í Laugardalslauginni klukkan 11 í morgun og var ljósmyndari Vísis á svæðinu. Skyrgámur, Pottaskefill og Bjúgnakrækir voru ýmist ofan í eða upp á bökkum Laugadalslaugarinnar í morgun og að loknu jólabaðinu afhentu þeir bræður Hjálpastarfi kirkjunnar ávísun að upphæð 836.500 krónur. Þetta mun vera ágóði Jólasveinaþjónustu Skyrgáms (skyrgamur.is) frá síðustu jólum, en allt frá árinu 1998 hafa Skyrgámur og bræður gefið 20% af veltu Hjálparstarfsins eða samtals tæplega átta milljónir króna sem runnið hafa í hjálpastarf á Ísland og erlendis. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók meðfylgjandi myndband sem sjá má hér að ofan. Jólafréttir Mest lesið Sameinast um hlífðargleraugu Jólin Sálmur 562 - Að jötu þinni Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Selma Björns: Ég hef notið blessunar að eiga mömmu sem er jólabarn Jólin Öðru vísi jólaverslun Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Sálmur 82 - Heims um ból Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól
Skyrgámur fór í sitt árlega jólabað í Laugardalslauginni klukkan 11 í morgun og var ljósmyndari Vísis á svæðinu. Skyrgámur, Pottaskefill og Bjúgnakrækir voru ýmist ofan í eða upp á bökkum Laugadalslaugarinnar í morgun og að loknu jólabaðinu afhentu þeir bræður Hjálpastarfi kirkjunnar ávísun að upphæð 836.500 krónur. Þetta mun vera ágóði Jólasveinaþjónustu Skyrgáms (skyrgamur.is) frá síðustu jólum, en allt frá árinu 1998 hafa Skyrgámur og bræður gefið 20% af veltu Hjálparstarfsins eða samtals tæplega átta milljónir króna sem runnið hafa í hjálpastarf á Ísland og erlendis. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók meðfylgjandi myndband sem sjá má hér að ofan.
Jólafréttir Mest lesið Sameinast um hlífðargleraugu Jólin Sálmur 562 - Að jötu þinni Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Selma Björns: Ég hef notið blessunar að eiga mömmu sem er jólabarn Jólin Öðru vísi jólaverslun Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Sálmur 82 - Heims um ból Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól