Sígild þungarokksplata Trausti Júlíusson skrifar 15. janúar 2013 15:30 Dimma. Myrkraverk. Tónlist. Dimma. Myrkraverk. Eigin útgáfa. Myrkraverk er þriðja plata Dimmu og sú fyrsta síðan söngvarinn Stefán Jakobsson og trommuleikarinn Birgir Jónsson gengu til liðs við sveitina. Sem fyrr eru bræðurnir Ingó og Silli Geirdal í sveitinni, Ingó á gítar og Silli á bassa. Tónlistin á plötunni er töluvert harðari og rokkaðri en á síðustu plötu, Stigmata, sem kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta Dimmuplatan sem er eingöngu með íslenskum textum. Tónlistina á Myrkraverkum mætti kalla sígilt þungarokk. Meðlimir Dimmu sækja stíft í hefðina og flest hljómar þetta kunnuglega. Platan stendur samt mjög vel fyrir sínu. Lagasmíðarnar eru fínar og mikið hefur verið lagt í vinnslu plötunnar. Útsetningarnar eru flottar, en auk meðlima hljómsveitarinnar koma ýmsir gestir við sögu, meðal annars kór, strengjasveit (í Sólmyrkva) og aukasöngraddir. Átta lög eru á Myrkraverkum, flest stórgóð. Upphafslagið Sólmyrkvi er til dæmis með stórri útsetningu og dramatískri uppbyggingu. Flott lag. Titillagið, Myrkraverk, er annað gott lag. Það byrjar rólega á kassagítarspili en svo skellur rokkið á. Dimmalimm er yfir átta mínútur, kaflaskipt og óvæntasta lag plötunnar. Önnur lög eru litlu síðri. Flutningur er líka allur fyrsta flokks. Stefán er kraftmikill rokksöngvari, ryþmaparið er drulluþétt og Ingó gítarleikari sýnir oft góða takta í sólóunum. Á heildina litið má segja að þó að tónlistin sé ekki sérstaklega frumleg sé Myrkraverk mjög vel heppnuð þungarokksplata í sígildu deildinni. Niðurstaða: Dimma herðir á rokkinu á sinni þriðju plötu. Gagnrýni Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Dimma. Myrkraverk. Eigin útgáfa. Myrkraverk er þriðja plata Dimmu og sú fyrsta síðan söngvarinn Stefán Jakobsson og trommuleikarinn Birgir Jónsson gengu til liðs við sveitina. Sem fyrr eru bræðurnir Ingó og Silli Geirdal í sveitinni, Ingó á gítar og Silli á bassa. Tónlistin á plötunni er töluvert harðari og rokkaðri en á síðustu plötu, Stigmata, sem kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta Dimmuplatan sem er eingöngu með íslenskum textum. Tónlistina á Myrkraverkum mætti kalla sígilt þungarokk. Meðlimir Dimmu sækja stíft í hefðina og flest hljómar þetta kunnuglega. Platan stendur samt mjög vel fyrir sínu. Lagasmíðarnar eru fínar og mikið hefur verið lagt í vinnslu plötunnar. Útsetningarnar eru flottar, en auk meðlima hljómsveitarinnar koma ýmsir gestir við sögu, meðal annars kór, strengjasveit (í Sólmyrkva) og aukasöngraddir. Átta lög eru á Myrkraverkum, flest stórgóð. Upphafslagið Sólmyrkvi er til dæmis með stórri útsetningu og dramatískri uppbyggingu. Flott lag. Titillagið, Myrkraverk, er annað gott lag. Það byrjar rólega á kassagítarspili en svo skellur rokkið á. Dimmalimm er yfir átta mínútur, kaflaskipt og óvæntasta lag plötunnar. Önnur lög eru litlu síðri. Flutningur er líka allur fyrsta flokks. Stefán er kraftmikill rokksöngvari, ryþmaparið er drulluþétt og Ingó gítarleikari sýnir oft góða takta í sólóunum. Á heildina litið má segja að þó að tónlistin sé ekki sérstaklega frumleg sé Myrkraverk mjög vel heppnuð þungarokksplata í sígildu deildinni. Niðurstaða: Dimma herðir á rokkinu á sinni þriðju plötu.
Gagnrýni Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira