Almenningi veittur aðgangur að Dust 514 Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 23. janúar 2013 06:00 Listaverk innblásið af leikspilun Dust 514. Dust 514, annar tölvuleikurinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP hefur búið til, var opnaður almenningi í gær. Leikurinn er ekki alveg fullbúinn en í gær hófst svokölluð beta-prófun á leiknum sem er síðasta þróunarstig hans. Dust 514 er fjölspilunarskotleikur sem er spilaður á Playstation 3-leikjatölvum. Í leiknum berjast spilarar um landsvæði, auðlindir og áhrif og nota til þess herkænsku og áræðni. Leikurinn gerist á plánetum í sama sýndarheimi og EVE-online og er beintengdur honum þótt EVE sé leikinn á PC-tölvum. Leikurinn er bylting að því leyti að leikir sem spilaðir eru á ólíkar tölvur hafa aldrei verið tengdir saman með þessum hætti. Fullbúni leikurinn verður ókeypis og þar með sá fyrsti sinnar tegundar til að styðjast við viðskiptalíkan sem hefur verið kallað „Free to play." Tekna verður aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum. Leikjavísir Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Dust 514, annar tölvuleikurinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP hefur búið til, var opnaður almenningi í gær. Leikurinn er ekki alveg fullbúinn en í gær hófst svokölluð beta-prófun á leiknum sem er síðasta þróunarstig hans. Dust 514 er fjölspilunarskotleikur sem er spilaður á Playstation 3-leikjatölvum. Í leiknum berjast spilarar um landsvæði, auðlindir og áhrif og nota til þess herkænsku og áræðni. Leikurinn gerist á plánetum í sama sýndarheimi og EVE-online og er beintengdur honum þótt EVE sé leikinn á PC-tölvum. Leikurinn er bylting að því leyti að leikir sem spilaðir eru á ólíkar tölvur hafa aldrei verið tengdir saman með þessum hætti. Fullbúni leikurinn verður ókeypis og þar með sá fyrsti sinnar tegundar til að styðjast við viðskiptalíkan sem hefur verið kallað „Free to play." Tekna verður aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum.
Leikjavísir Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira