Þetta var ekki heppni Benedikt Grétarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 FH-ingar tolleruðu Einar Rafn Eiðsson í leikslok eftir að hann skoraði sigurmarkið. Mynd/Stefán FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011. Olís-deild karla Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti