Mikilvægur áfangi fyrir börn 23. febrúar 2013 06:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Alþingi nú í vikunni. Sáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990 og fullgiltur árið 1992. Leiðin hefur því verið nokkuð löng. Enginn mannréttindasáttmáli hefur verið staðfestur af fleiri þjóðum en Barnasáttmálinn, eða 192. Áhrif hans eru því, eða ættu að minnsta kosti að vera, víðtæk. Samkvæmt umboðsmanni barna hefur þó sjaldan verið vitnað til sáttmálans við úrlausn mála hjá stjórnvöldum og dómstólum. Sáttmálinn hefur haft lítil áhrif á dómaframkvæmd, meira að segja hefur komið fyrir að dæmt hefur verið gegn samningnum fyrir íslenskum dómstólum. Með lögfestingu sáttmálans á slíkt ekki að vera mögulegt lengur. Mikið hefur áunnist í réttindamálum barna undanfarna áratugi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er samtvinnaður þeirri viðhorfsbreytingu sem hefur vissulega verið mismikil meðal þjóða og heimshluta og felst í því að líta á börn sem fullgilda borgara með eigin réttindi sem meðal annars felast í rétti þeirra til að fá vernd af hálfu fullorðinna á ýmsum sviðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tekur til margvíslegra réttinda barna, mannréttinda svo sem skoðanafrelsis, tjáningarfrelsis og trúfrelsis og rétt barna til menntunar. Í sáttmálanum felst líka sú sýn að börn séu hópur sem vernda þarf sérstaklega, umfram þá sem fullorðnir eru, og aðildarríkin taka á sig þá skyldu að tryggja ákveðna grunnþjónustu sem snýr að velferð barna. Lögfesting Barnasáttmálans er mikilvægur áfangi. Með lögfestingunni er staða barna á Íslandi sterkari en hún var áður. Þingmenn sem stóðu að lögfestingunni og samþykktu hana eiga skilið heiður og þökk fyrir að hafa stigið þetta skref. Nú ríður á að kynna efni samningsins en nefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einmitt gert athugasemd við kynningu hans hér á landi. Auk barnanna sjálfra, sem vitanlega eiga að þekkja réttindi sín, og foreldranna, þeirra sem ábyrgð bera á uppeldi og uppvexti barnanna, þá er mikilvægt að allir þeir sem koma að starfi með börnum þekki ákvæði samningsins og vinni í samræmi við þau í menntakerfinu, félagslega kerfinu, innan heilbrigðisgeirans og í stjórnsýslunni. Allir þessir hópar þurfa að gerþekkja efnisatriði Barnasáttmálans til þess að starf þeirra allt samræmist þeim réttindum sem börnin hafa samkvæmt honum. Þarna er hlutur sveitarfélaganna veigamikill því þau reka hina daglegu skólaþjónustu við börn, bæði leikskólann og grunnskólann, sjálfa skólaskylduna. Aðeins með því að efni sáttmálans samtvinnist öllu starfi sem tengist börnum verður lögfesting hans þau tímamót sem hún á að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Alþingi nú í vikunni. Sáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990 og fullgiltur árið 1992. Leiðin hefur því verið nokkuð löng. Enginn mannréttindasáttmáli hefur verið staðfestur af fleiri þjóðum en Barnasáttmálinn, eða 192. Áhrif hans eru því, eða ættu að minnsta kosti að vera, víðtæk. Samkvæmt umboðsmanni barna hefur þó sjaldan verið vitnað til sáttmálans við úrlausn mála hjá stjórnvöldum og dómstólum. Sáttmálinn hefur haft lítil áhrif á dómaframkvæmd, meira að segja hefur komið fyrir að dæmt hefur verið gegn samningnum fyrir íslenskum dómstólum. Með lögfestingu sáttmálans á slíkt ekki að vera mögulegt lengur. Mikið hefur áunnist í réttindamálum barna undanfarna áratugi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er samtvinnaður þeirri viðhorfsbreytingu sem hefur vissulega verið mismikil meðal þjóða og heimshluta og felst í því að líta á börn sem fullgilda borgara með eigin réttindi sem meðal annars felast í rétti þeirra til að fá vernd af hálfu fullorðinna á ýmsum sviðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tekur til margvíslegra réttinda barna, mannréttinda svo sem skoðanafrelsis, tjáningarfrelsis og trúfrelsis og rétt barna til menntunar. Í sáttmálanum felst líka sú sýn að börn séu hópur sem vernda þarf sérstaklega, umfram þá sem fullorðnir eru, og aðildarríkin taka á sig þá skyldu að tryggja ákveðna grunnþjónustu sem snýr að velferð barna. Lögfesting Barnasáttmálans er mikilvægur áfangi. Með lögfestingunni er staða barna á Íslandi sterkari en hún var áður. Þingmenn sem stóðu að lögfestingunni og samþykktu hana eiga skilið heiður og þökk fyrir að hafa stigið þetta skref. Nú ríður á að kynna efni samningsins en nefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einmitt gert athugasemd við kynningu hans hér á landi. Auk barnanna sjálfra, sem vitanlega eiga að þekkja réttindi sín, og foreldranna, þeirra sem ábyrgð bera á uppeldi og uppvexti barnanna, þá er mikilvægt að allir þeir sem koma að starfi með börnum þekki ákvæði samningsins og vinni í samræmi við þau í menntakerfinu, félagslega kerfinu, innan heilbrigðisgeirans og í stjórnsýslunni. Allir þessir hópar þurfa að gerþekkja efnisatriði Barnasáttmálans til þess að starf þeirra allt samræmist þeim réttindum sem börnin hafa samkvæmt honum. Þarna er hlutur sveitarfélaganna veigamikill því þau reka hina daglegu skólaþjónustu við börn, bæði leikskólann og grunnskólann, sjálfa skólaskylduna. Aðeins með því að efni sáttmálans samtvinnist öllu starfi sem tengist börnum verður lögfesting hans þau tímamót sem hún á að vera.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun