Íslenska ullin heillar tískuheiminn Sara McMahon skrifar 14. mars 2013 06:00 Brynhildur, Þuríður og Guðfinna reka hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttur. Mynd/Ari Magg „Hönnunarsafnið í London hafði samband við okkur fyrir um ári síðan og vildi gera eitthvað með okkur. Þau þekktu Eley Kishimoto og þá kom upp sú hugmynd að fá þau til að endurhanna Selshaminn okkar, líkt og Henrik Vibskov hafði gert árið 2008. Fólkið hjá Hönnunarsafninu kom okkur saman og hjónin voru til í þetta, sem okkur þótti mikill heiður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir um samstarf Vík Prjónsdóttur og hönnunartvíeykisins Eley Kishimoto. Guðfinna rekur Vík ásamt Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur, en fyrirtækið hannar einstakar vörur úr íslenskri ull. Samstarfið við Eley Kishimoto hófst í sumar og verður endurhannaði Selshamurinn frumsýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Að sögn Guðfinnu fengu Eley Kishimoto algjörlega frjálsar hendur við endurhönnun hamsins. „Þau sáu alveg um þetta og okkur fannst mjög gaman að sjá útkomuna. Þau eru fræg fyrir munstrin sín og hafa unnið með þetta íkornamunstur áður. Það tók þó sinn tíma að velja réttu litina og tóna þá til í samstarfi við litunarmeistara Ístex. Það var langt en skemmtilegt ferli,“ segir hún. Hamurinn verður hluti af nýrri haust- og vetrarlínu Eley Kishimoto og viðurkennir Guðfinna að það sé ómetanleg kynning fyrir Vík. „Þau eru vinsæl á Japansmarkaði þannig að þetta verður ágæt kynning fyrir okkur. Og auðvitað mikill heiður.“ Mark Eley og Wakako Kishimoto komu til landsins í gærkvöldi á vegum Hönnunarmars. Þau munu halda fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu klukkan 14 í dag og eftir hann verður hamurinn frumsýndur. „Við höfum átt í díalóg með þeim síðustu mánuði en þetta verður í fyrsta sinn sem við hittum þau,“ segir Guðfinna og hlær. Guðfinna, Brynhildur og Þuríður verða með sýningu á nýjustu vörum Víkur í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Þær munu einnig halda opinn málfund undir yfirskriftinni Ullin, iðnaðurinn og framtíðin á morgun. HönnunarMars Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Hönnunarsafnið í London hafði samband við okkur fyrir um ári síðan og vildi gera eitthvað með okkur. Þau þekktu Eley Kishimoto og þá kom upp sú hugmynd að fá þau til að endurhanna Selshaminn okkar, líkt og Henrik Vibskov hafði gert árið 2008. Fólkið hjá Hönnunarsafninu kom okkur saman og hjónin voru til í þetta, sem okkur þótti mikill heiður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir um samstarf Vík Prjónsdóttur og hönnunartvíeykisins Eley Kishimoto. Guðfinna rekur Vík ásamt Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur, en fyrirtækið hannar einstakar vörur úr íslenskri ull. Samstarfið við Eley Kishimoto hófst í sumar og verður endurhannaði Selshamurinn frumsýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Að sögn Guðfinnu fengu Eley Kishimoto algjörlega frjálsar hendur við endurhönnun hamsins. „Þau sáu alveg um þetta og okkur fannst mjög gaman að sjá útkomuna. Þau eru fræg fyrir munstrin sín og hafa unnið með þetta íkornamunstur áður. Það tók þó sinn tíma að velja réttu litina og tóna þá til í samstarfi við litunarmeistara Ístex. Það var langt en skemmtilegt ferli,“ segir hún. Hamurinn verður hluti af nýrri haust- og vetrarlínu Eley Kishimoto og viðurkennir Guðfinna að það sé ómetanleg kynning fyrir Vík. „Þau eru vinsæl á Japansmarkaði þannig að þetta verður ágæt kynning fyrir okkur. Og auðvitað mikill heiður.“ Mark Eley og Wakako Kishimoto komu til landsins í gærkvöldi á vegum Hönnunarmars. Þau munu halda fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu klukkan 14 í dag og eftir hann verður hamurinn frumsýndur. „Við höfum átt í díalóg með þeim síðustu mánuði en þetta verður í fyrsta sinn sem við hittum þau,“ segir Guðfinna og hlær. Guðfinna, Brynhildur og Þuríður verða með sýningu á nýjustu vörum Víkur í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Þær munu einnig halda opinn málfund undir yfirskriftinni Ullin, iðnaðurinn og framtíðin á morgun.
HönnunarMars Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira