Íslendingar eru vinalegir og glaðværir Sara McMahon skrifar 24. apríl 2013 08:00 Tom og Natasha Mills ásamt börnum sínum. Mynd/Tom Mills Breski ljósmyndarinn Tom Mills og fjölskylda hans eru miklir Íslandsvinir og hafa heimsótt landið reglulega frá 2004. Tveir synir Mills-hjóna bera jafnframt rammíslensk nöfn. „Ég heimsótti Ísland fyrst í janúar árið 2004. Þá var allt á kafi í snjó og þrátt fyrir að hafa leigt jeppa komumst við ekki á alla þá staði sem við vildum heimsækja. Ég var ákveðinn í að koma aftur og skoða landið betur og sú tilfinning hefur enn ekki liðið mér úr brjósti þrátt fyrir fjölda heimsókna,“ segir Tom Mills um fyrstu heimsókn sína til landsins. Hann segir íslenskt landslag síbreytilegt og á erfitt með að gera upp við sig hvaða árstími sé bestur fyrir Íslandsheimsókn. „Á veturna er hægt að sjá norðurljósin og á sumrin gefst manni kostur á að ferðast um hálendið sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Íslendingar eru jafn heillandi og náttúran; vinalegir og glaðværir. Mér var sagt að vinátta við Íslending myndi endast út ævina og það hefur reynst satt.“ Synir Mills-hjónanna bera báðir íslensk goðanöfn og heita Loki Gunnar og Óðinn Gunnar. Tom viðurkennir að hjónin hafi hug á að flytja til Íslands í framtíðinni og að það hafi haft áhrif á nafnavalið. „Það er draumur að flytja til Íslands í framtíðinni og okkur þótti skemmtilegt að strákarnir hétu íslenskum nöfnum í stað nafna á borð við Steve eða Dave,“ segir hann að lokum. Skoða má myndir eftir Tom á heimasíðu hans. Íslandsvinir Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Breski ljósmyndarinn Tom Mills og fjölskylda hans eru miklir Íslandsvinir og hafa heimsótt landið reglulega frá 2004. Tveir synir Mills-hjóna bera jafnframt rammíslensk nöfn. „Ég heimsótti Ísland fyrst í janúar árið 2004. Þá var allt á kafi í snjó og þrátt fyrir að hafa leigt jeppa komumst við ekki á alla þá staði sem við vildum heimsækja. Ég var ákveðinn í að koma aftur og skoða landið betur og sú tilfinning hefur enn ekki liðið mér úr brjósti þrátt fyrir fjölda heimsókna,“ segir Tom Mills um fyrstu heimsókn sína til landsins. Hann segir íslenskt landslag síbreytilegt og á erfitt með að gera upp við sig hvaða árstími sé bestur fyrir Íslandsheimsókn. „Á veturna er hægt að sjá norðurljósin og á sumrin gefst manni kostur á að ferðast um hálendið sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Íslendingar eru jafn heillandi og náttúran; vinalegir og glaðværir. Mér var sagt að vinátta við Íslending myndi endast út ævina og það hefur reynst satt.“ Synir Mills-hjónanna bera báðir íslensk goðanöfn og heita Loki Gunnar og Óðinn Gunnar. Tom viðurkennir að hjónin hafi hug á að flytja til Íslands í framtíðinni og að það hafi haft áhrif á nafnavalið. „Það er draumur að flytja til Íslands í framtíðinni og okkur þótti skemmtilegt að strákarnir hétu íslenskum nöfnum í stað nafna á borð við Steve eða Dave,“ segir hann að lokum. Skoða má myndir eftir Tom á heimasíðu hans.
Íslandsvinir Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira