Líklega vont að vera blankur í Rússlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:30 Bjarki Már stefnir ótrauður á að komast út í atvinnumennsku í sumar þó svo að líklega verði ekkert af Rússlandsævintýri hans að þessu sinni.fréttablaðið/daníel Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“ Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita