Bakarinn á Nørregade Halldór Halldórsson skrifar 10. maí 2013 12:00 Ég hafði gaman af dönsku í grunnskóla. Mál og menning þjóðarinnar lagðist vel í mig, mamma hlýddi mér yfir og yfirleitt fékk ég hæstu einkunnirnar í dönsku. Þetta dönsku-lán elti mig svo í framhaldsskóla. Eftir stúdentspróf í dönsku bætti ég við mig fleiri áföngum. TókH.C Andersen áfanga – danska 403. Þar var aðeins ég og krakkar sem höfðu búið í Danmörku og smitast af danska yfirlætinu. Öll kennslan fór fram á dönsku og yfirleitt leið mér eins og ég væri innflytjandinn í bekknum. Samttala ég glataða dönsku. Þrátt fyrir að ferðast um það bil tvisvar á ári til Kaupmannahafnar. Alltaf jafn vongóður um að nú muni þeir skilja mig. Mesta sjokkið kom eiginlega síðasta sumar þegar við í Mið-Íslandi fórum út til Hafnar (eins og Fjölnismenn) að vinna grín með einhverjum Dönum. Bláeygðir reyndum að tala þeirra tungu og ganga í augun á þeim en allt kom fyrir ekki. Þeir hlógu upp í opið geðið á okkur þegar við reyndum að tala við þá. Svona eins og þeir væru að horfa á hund sem einhver hafði sett á derhúfu. Og við móðguðumst svo að samstarfið fór aldrei á flug. Seinna, þegar við leituðum skjóls uppi á hóteli, þá stoppaði hótelstýran okkur. Við enduðum á að spjalla við hana í 45 mínútur – og það á dönsku. Hún var 75 ára. Við lærum nefnilega ekki nútímadönsku á Íslandi. Við lærum einhverja Tívolí – Matador dönsku. Dönsku sem var töluð miklu hægar og skýrar en hún er gerð í dag. Þess vegna svimar okkur þegar við horfum á Borgen án texta. Danskan sem við lærum var töluð af ligeglad Dönum, sem er næstum útdauður stofn. Við lærum síldardönsku, ekki sushi-dönsku. Svo í guðanna bænum hættið að kenna íslenskum ungmennum að það sé bakari á Nørregade sem bakar kringlur og jólakökur því hann er farinn. Þar eru í mesta lagi tveir útskúffaðir innflytjendur, framagjörn bissnesskona og hipster með pirrandi hárgreiðslu og tattúeraða framhandleggi. Og hann skilur ekki orð af því sem þú segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Ég hafði gaman af dönsku í grunnskóla. Mál og menning þjóðarinnar lagðist vel í mig, mamma hlýddi mér yfir og yfirleitt fékk ég hæstu einkunnirnar í dönsku. Þetta dönsku-lán elti mig svo í framhaldsskóla. Eftir stúdentspróf í dönsku bætti ég við mig fleiri áföngum. TókH.C Andersen áfanga – danska 403. Þar var aðeins ég og krakkar sem höfðu búið í Danmörku og smitast af danska yfirlætinu. Öll kennslan fór fram á dönsku og yfirleitt leið mér eins og ég væri innflytjandinn í bekknum. Samttala ég glataða dönsku. Þrátt fyrir að ferðast um það bil tvisvar á ári til Kaupmannahafnar. Alltaf jafn vongóður um að nú muni þeir skilja mig. Mesta sjokkið kom eiginlega síðasta sumar þegar við í Mið-Íslandi fórum út til Hafnar (eins og Fjölnismenn) að vinna grín með einhverjum Dönum. Bláeygðir reyndum að tala þeirra tungu og ganga í augun á þeim en allt kom fyrir ekki. Þeir hlógu upp í opið geðið á okkur þegar við reyndum að tala við þá. Svona eins og þeir væru að horfa á hund sem einhver hafði sett á derhúfu. Og við móðguðumst svo að samstarfið fór aldrei á flug. Seinna, þegar við leituðum skjóls uppi á hóteli, þá stoppaði hótelstýran okkur. Við enduðum á að spjalla við hana í 45 mínútur – og það á dönsku. Hún var 75 ára. Við lærum nefnilega ekki nútímadönsku á Íslandi. Við lærum einhverja Tívolí – Matador dönsku. Dönsku sem var töluð miklu hægar og skýrar en hún er gerð í dag. Þess vegna svimar okkur þegar við horfum á Borgen án texta. Danskan sem við lærum var töluð af ligeglad Dönum, sem er næstum útdauður stofn. Við lærum síldardönsku, ekki sushi-dönsku. Svo í guðanna bænum hættið að kenna íslenskum ungmennum að það sé bakari á Nørregade sem bakar kringlur og jólakökur því hann er farinn. Þar eru í mesta lagi tveir útskúffaðir innflytjendur, framagjörn bissnesskona og hipster með pirrandi hárgreiðslu og tattúeraða framhandleggi. Og hann skilur ekki orð af því sem þú segir.